Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 09, 2005

Letiblóð

Ég er letiblóð. Nýti mér afsökunina að ökklinn er að stríða mér og ligg í bæli og reyni að halda mig við að lesa doðrantinn System of the World. Á milli snilldarinnar getur Stephenson orðið ægilega langdreginn.
Ljúft kvöld í gær. Syndgaði verulega á átakinu, enda er kjöt í karrí a la mamma vel þess virði. Síðan í kveðjuhófið, hvar ég sýndi yfirvegun og hóf í blöndun á Bombay Sapphire í tónik og varð því hvorki mér né öðrum til skammar. Leit inn á Thorvaldsen, rölti síðan um bæinn til að rifja upp hvernig biðraðirnar eru langt gengið þrjú, setti smiðshöggið á neyslu kvöldsins með einum (litlum) Hlölla og hélt síðan heim eftir gott kvöld.
Er ferskur, en sem fyrr segir, latur. Lífið er ljúft.