Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, oktober 05, 2005

Barastaekkert

Ég hef ekkert að segja. Held bara út minn bíafrakúr og mæti næstum daglega í ræktina. Djös rugl. Endorfín er gott dóp. Í kvöld verð ég að reyna að mæta í ítölsku og vaka vel framyfir venjulegan háttatíma. Hef nátt'lega ekkert lært heima.
Er búinn að lesa nýja Pratchettinn ('Thud!') og kláraði doðrantinn Jonathan Strange & Mr. Norrell (eitt sem ég hef gaman að, ég handskrifa ampersand alltaf eins og et, ekki eins og hann er í flestum fontum, nördismi...). Núna er ég að reyna að lesa System of the World. Það gengur hægt.
Ég sór þess eið að falla ekki fyrir súdókú. Je. Ræt. Og nú er Mogginn kominn með alvöru stigsmunsgátur. Best að fara að reyna við þá erfiðu...