Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 15, 2007

tonlist.is! Frábært!ekki frábært.

Þar til nú hefur þessi færsla verið í fullu gildi (reyndar fóru víst gæðin á einhverjum punkti upp í 192kbps).
En ekki lengur! Skv Mogga í morgun ætlar tonlist.is að taka DRM af skrám sínum!. Þetta eru frábærar fréttir! Nú er hægt að kaupa af þeim lög og *eiga* þau, ekki bara fá þau lánuð með skilyrðum. iPod eigandinn og iTunes eigandinn ég get loksins farið að nota þetta. Skv fréttinni fer þetta í loftið á laugardag, ég mun mæta og kaupa góðan slurk!
Sé að þeir munu bjóða upp á mismunandi form, t.d. bæði aac og mp3. Fróðlegt væri ef maður gæti fengið lag á báðum formum, svona ef maður treystir ekki að maður muni alltaf nota iPod, eða vill geta spilað í ekki-iPod tónhlöðum eða iPod lausum tölvum. Kemur í ljós.
Geri ráð fyrir að þetta verði vatnsmerkt á einhvern hátt þannig að ekki verður áhættulaust að dreifa keyptum lögum áfram, en, það er nú einu sinni ólöglegt ;)
edit: Sem sé frábært!. Ekki frábært. tónlist.is sökkar enn! Sjá hér

Labels: ,