Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 08, 2007

Kosningar og Heródes who?

Tók prófið sem allir eru að tala um:
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 24%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 6.25%

Þabbara þa...
Tók það svo aftur, í þetta skipti herti ég aðeins á skoðunum mínum og varð ákveðnari:
Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%

Þetta getur ekki verið skýrara, eða hvað?? Gleymdu reyndar að spyrja hvort maður treysti liðinu! Þetta er samt skárra en síðast og eitthvað meira afgerandi.
Svo eru þeir búnir að finna gröf eins Heródesanna, Heródesar mikla meira að segja. Og trúarnöttararnir á Moggablogginu míga í sig af hrifningu af þessari staðfestingu á hve Biblían er sönn. Þarf eitthvað að fara náið út í hvað þetta er fjarstæðukennt? Vantrú reynir samt, svona fyrir þá sem ekki hafa nema hálfa hugsun. Svona eins og E***** A******.
Var boðið á krikketæfingu í gær. Þáði með þökkum en svo komst ég ekki á endum. Svolítið súrt.

Labels: ,