Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, oktober 06, 2007

Frakkland - Nýja Sjáland

Sit hér og horfi á mína menn skora 2 mörk í deildarleik í annað skiptið á tímabilinu, þetta er allt að koma.
Þetta er auðvitað ekkert búið að vera gaman síðustu viku að horfa á eftir Víkingi niður, það verður nóg af rútuferðum á næsta ári, 8 ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Vonum hið besta.
En nú er loksins gervistríðinu lokið í HM í rúgbý. Í riðlakeppninni kom þó Argentína verulega á óvart, vann sinn riðil, skildi Frakka eftir í öðru sæti og Íra úti í kuldanum. Að öðru leyti kom einungis það á óvart að barátta Fiji skilaði þeim sigri gegn slöku liði Wales sem var heillum horfið í keppninni.
Suður-Afríka leikur því gegn Fiji á morgun og Argentína gegn Skotum. Suður Afríka vinnur og ætla má að Argentína vinni Skota.
Núna er hins vegar leikur Englands og Argentínu í gangi, endurtekning síðasta úrslitaleiks þegar England var heimsmeistari á síðustu sekúndu. Enginn ætlar hið sama í dag, Englendingar hafa verið afspyrnuslakir. Þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er staðan þó 6-3 fyrir Englandi, tvö víti gegn einu. Það breytist.
En það sem mestu máli skiptir er í kvöld. Tap Frakka þýðir að þeir þurfa að fara að heiman, og leika í Cardiff við besta rúgbýlið í heimi, Alsvart lið Nýsjálendinga. Helsta vandamál Alsvartra er að þeir hafa ekki leikið erfiðan leik í keppninni fram að þessu og því er þetta fyrsta þolraunin. Nýsjálendingar eru því sumir ansi óöruggir, minnast t.a.m. undanúrslitanna fyrir 8 árum þegar Frakkar unnu. Það hefur nefnilega verið svo í mörgum undanförnum keppnum að Alsvartir hafa verið langbestir í heimi milli heimsmeistarakeppna, en svo fallið úr leik þegar á hólminn er komið. Ég trúi því ekki að sú verði raunin, til þess eru mínir menn hreinlega of góðir.
En nú er flautað til loka á Old Trafford, fjögur mörk komin, United orðnir efstir og ég get skipt yfir á England - Ástralíu þar sem staðan er 6-10. Það er réttara.

Labels: , ,