Til hamingju Víkingur 100 ára!
Fagni nú allir Víkingar nær og fjær því félagið okkar er 100 ára í dag. Ætli nokkuð annað félag sem stofnað var af jafn ungum drengjum hafi náð þessum aldri og þeim afrekum sem Víkingur sem hefur gert? Það er yndislegt að lesa Moggann í dag, glæsilegt hvernig þessarar hátíðar er minnst.
Í dag er sjálfur afmælisdagurinn og eftir vinnu verður haldið í Víkina í kaffi og konfekt, en í næstu viku verður svo tekið á því með trukki og dýfu, 1. 2. 3.! Fjölskylduhátíð, afmæliskvöldverður og hátíðafundur. Hvet alla Víkinga til að mæta á alla þessa viðburði og halda rækilega upp á þessi tímamót!
Nú er bara að smella á sig Víkingsbindinu og drífa sig í vinnuna
Labels: víkingur
<< Home