Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, juli 08, 2004

London, tónlist og slappleiki

Andleysið er algert. Bjarnarbloggið er næstum orðið að aumingjabloggi og eftir vinnutörn er ég hreinlega of þreyttur til að fara á Grindavíkurleikinn sem byrjar eftir 10 mínútur. Verðum að vinna.
Er búinn að berjast við hálsbólgu og kvef síðan fyrir tæpum hálfum mánuði. Fór samt til London á þetta líka fína tveggja daga seminar með topp fyrirlesurum. Tókst að hitta þrjá af mínum bestu vinum í kvöldverði á Brick Lane eitt kvöldið. Mikið er nú ljúft að hitta vini. Tvö þeirra voru brúðhjónin frá í apríl. Það fer þeim bara vel að vera gift. Þetta er í annað skiptið sem ég kem á Standard veitingastaðinn við Brick Lane, enda uppáhalds matstaður hjónanna. Get vel mælt með honum. Held ég þurfi að lesa Brick Lane eftir Monicu Ali honum til heiðurs.
Fór á Metallicu. Rock On! Kunni reyndar ekki of mikið af textunum. Eina grúppan sem ég get sungið með 99,99% af línunum er ekki lengur til. Hugsa að ég gæti staðið mig þokkalega efað Radiohead eða R.E.M. létu sjá sig. Ætli það sé ekki orðinn raunhæfur möguleiki núna?
Veit að Nanci Griffith spilar aldrei hér. Kannske ég skelli mér í Royal Albert Hall í október. Það væri samt hrein snilld að sjá hana á heimaslóðum í Texas. En það má ekki syngja með henni. Ætli ég sé ekki eini aðdáandinn hennar hér á landi? Hef aldrei séð disk með henni í búðum hér.
Ætla ekki að telja upp uppáhaldslögin strax, en ef einhver vill giska á þau áður, þá er fyrri kassettan frá október '89 (14 lög) og sú seinni frá júlí '93 (19 lög).
Leikurinn er byrjaður, það verður að hafa það.