Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, augustus 28, 2004

Adrenalín

Deildin skrapp í go-kart í gær. Eins og síðast (fyrir 13 árum) var ég frekar ragur fyrst en ólíkt síðast fór mér aðeins fram eftir því sem á leið. Tókst að taka ansi góðan Alonso á ráspól þegar sumir voru sofandi, en sú gloría stóð ekki lengi. Tókst að eyða eins og fjórum hringjum í skottinu á tilvonandi yfirmanni mínum en eins og dyggum undirmanni (eða lélegum ökumanni) sæmdi tók ég smá spuna og þá var það búið.
Tókst að snúa mig á hné þegar ég settist í bílinn en tók fljótlega ekkert eftir því. Það er að segja þangað til á Stuðmannaballinu um kvöldið. Ái!
Coraline er komin út á íslensku. Allir að kaupa Kóralínu!!