Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, mei 21, 2005

Borgin við flóann

Búinn að vera í Borginni við flóann í tvo daga. Var í útskriftarserimóníu við Börklei í dag, en víst ekki þar með sagt að vinkona mín sé útskrifuð. Til þess þarf víst einhvern pappír sem kemur í pósti eftir einhverjar vikur. Það er svona að hafa útskrift að því er virðist daginn eftir deadline. Var m.a.s. einn piltungur þarna í skikkju með hatt sem útskrifast ekki tæknilega fyrr en á næsta ári. Margt skrýtið í kýrhausnum.
En nú er best að fara að huga að koju. Kl. 7 í fyrramálið að staðartíma ætla ég að vera búinn að tylla afturendanum á barstól hér í næstu götu og biðja þjóninn að stilla á rétta stöð. En það er víst of mikið að ætlast til að vínveitveitingaleyfi hér í borg gildi á þessum tíma. Síðan verður sveiflað yfir, eða undir flóann og deginum eytt í góðra vina hópi, sem endar vonandi á Kafla III.
ps: Holy schmamoly. Allstaðar í heiminum eru Íslendingar að gera ótrúlega kúl hluti.