Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, oktober 26, 2005

Böl bætt

Þó það sé ekki alltof gaman í herbúðum United núna má benda á ýmislegt, leikur til góða, Chelsea leikur framundan sem getur breytt ýmsu og svo hressir það andann að lesa Liverpool bloggið eftir svona skemmtilega tapleiki Liverpool. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.
Og eftir þetta diss þá er eins víst að United tapi fyrir Barnet í kvöld!
Annars finnst mér innlegg Gunnlaugs (innlegg 1, innlegg 2) í umræðuna um kvennafrídaginn athyglisverð. Sjálfum finnst mér ekki rétt að blanda saman annarsvega launamun í sama starfi (óverjandi með öllu) og launamun milli starfa/vinnumagns etc etc. Hið síðarnefnda er vissulega valkvæðara. Það þarf heldur ekkert að segja mér að staðan sé eins í dag og fyrir 30 árum þótt heildartekjumunurinn geti verið svipaður.
Svo er það ræktin. Ökklarnir eru að makka nokkurn veginn rétt og hnén líka, en smá sífr. Annars myndi ég held ég setja ökkla á einn af þessum sjösinnumsjö listum ef einhver kitlaði mig, þannig að þeir hafa nokkuð til síns ágætis, Kibba!