Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 23, 2005

Góð helgi

Þetta var góð helgi.
Laugardagurinn fór í að fara austur á Selfoss og Hvolsvöll í jarðarför Pálma og erfidrykkju. Útfararathöfnin var falleg, góð ræða, og geysifjölmenn. Það var svo gaman að að koma aftur í Hvolinn, þetta fallega félagsheimili. Ég þekki færri en þekktu mig en var ófeiminn að neita því að ég þekki fólk, enda kannaðist ég við alla eftir kynninguna. Ég er búinn að gleyma í sjón nær öllum sem voru fullorðnir þegar ég var barn á Hvolsvelli.
Í gær var þvotta- og tiltektardagur og gekk vel. Búinn að trassa of lengi að taka skyrtuþvott. Nú á ég betra val í skyrtum. (Sagðann og fór í eina standard hvíta...)
Les lítið þessa dagana, horfi ekkert á lostann eða annað efni á þeim miðli, en grænmetast (vegetate) fyrir framan imbann. Er hvorki búinn með Algebraistann né búinn að fara á Vígakanínuna. Bæti úr því í kvöld. Anyone with me? Annars er vonanadi að það verði verðlaunapöntun Amazon.co.uk á föstudag. Þó ég sé með 15 bækur 'í lestri' as we speak. Tók Amazon.com zwing um daginn þegar ég fékk mér 20 punda hlunkinn. Ef einhver vill frontrunna mig og gefa mér bækur þá er það auðvitað velkomið og hér er hjálpin. Held ég kaupi kannske eitthvað af fötum, svona til aðhalds. Gallabuxurnar mínar eru orðnar soltið þreyttar. Ég kann ekki vel á gallabuxur og hlakka ekki til að kaupa nýjar.
Eftir viðburði föstudagsins er ljóst að það verður á dagskrá í vikunni að sjá Kanslarann stela sælgæti af barni. Ég spái harðri viðureign, en trakkrekordið sýnir svo um eigi verður um villst að barnið mun ekki tapa.
En nú er komið tími á að að brenna í brennslu.