Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, mei 19, 2007

Sena og tónlist.is, helvítis pakk. Og svo eitthvað annað skemmtilegra.

Gleði mín í síðustu færslu var ótímabær. Bent var á í athugasemd að það er Senu að þakka að iTMS er ekki á Íslandi, þar sem Sena neitar að leyfa iTMS að selja þeirra tónlist og iTMS kemur ekki inn á markaði nema geta selt lókal mússík. Sena er hluti af 365 sem og d3, og þetta er því allt sama pakkið. Ég kaupi því ekki minnsta snitti af tonlist.is, því það er þeim að kenna að ég get ekki keypt erlenda tónlist. Rakkarapakk.
En að skemmtilegri hlutum. Bikarúrslitaleikur í dag og við getum hirt okkar fjórðu tvennu (þrennan er talin með). Það yrði yndislegt.
Skemmtum okkur því við að rifja upp næstbesta leikmann sem hefur klæðst rauðu skyrtunni:
.
Svo var ég búinn að lofa að svara henni Freyju:

1. Ferðu eitthvert í sumar?

2. Hvert ferð þú í sumar?
Grikklands (og helgarferð til London reyndar líka
3. Hvað verðurðu lengi?
Tvær vikur
4. hefurðu farið þangað áður?
Já, til Grikklands, en ekki til eyjunnar Εύβοια þar sem ég verð núna.

Labels: , ,