Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 22, 2007

Weetabix FC

"When I was in the leverage buy-out business we bought Weetabix and we leveraged it up to make our return. You could say anyone who was eating Weetabix was paying for our purchase of Weetabix. It was just business. It is the same for Liverpool. Revenues come in from whatever source and go out to whatever source and, if there is money left over, it is profit."

Sjá neðst í þessari grein.
Knattspyrnulið eru bara eins og hver önnur fabrikka. Annars er ágætt að líkja Liverpool við Weetabix. Það síðarnefnda er álíka bragðgott og hið fyrrnefnda er skemmtilegt á að líta, þannig að maður snertir á hvorugu.
Hm. kannske á líkingin enn betur við Chelsea, Weetabix nær þó allavega árangri! Sleppum því samt, hér eftir vita lesendur viða hvað átt er þegar Weetabix FC ber á góma.
Annars veit ég ekki hvort er verra. Að gleyma ekki obskúr persónu úr Tinna og spyrja um hana, eða að hafa ekki hugsað um þá sömu persónu í 25 ár, en muna eftir henni þegar nafnið kemur upp. Reyndar var nafnið mjög augljóslega úr íslenskri Tinnaþýðingu sem kom mér á sporið, en það tók mig mínútu að kveikja. Mín afsökun? Leyndardómurinn var önnur af tveimur Tinnabókum sem ég átti. Hinar las ég bara á safninu meðan ég var að bíða eftir að bækurnar sem ég var að fá lánaðar voru stimplaðar út.

Labels: , ,