Krikket, svefn, partý og almennt of róleg helgi.
Ósköp varð nú lítið úr helginni. Þreif aðeins í gærmorgun, en lagði mig eftir hádegið og vaknaði með syngjandi höfuðverk. 2 Anadin græjuðu það og svo sá ég mína menn Svarthúfurnar vinna krikketmót. Sáttur við það, Vettori rokkaði. Um kvöldið var svo hóf í tilefni heimsóknar Torontobúanna, fámennt og góðmennt fram eftir nóttu. Ég var rólegur sem kom sér vel þegar ég vaknaði í morgun klukkan hálfsjö eftir þriggja tíma svefn. Tókst á yfirnáttúrlegan hátt að sofna aftur og svaf til hádegis sem telst til stórtíðinda hér á bæ. Meiri íþróttir að sjálfsögðu, Michael, Jean, Ross og Rory eru auðvitað láááángbestir. Síðan í Birkigrundina í pönnsur og meððí.
Sýnist að ég haldist ekki vakandi mikið lengur, þokkalega myglaður af of miklum svefni á óheyrilega óvanalegum tímum. Er að rippa það af plötusafninu sem ég hef aldrei nennt fyrr af leti og diskplássleysi og skanna inn hinar og þessar myndir, stúdentsmyndirnar núna. Sem leiðir til þess minnast á að ég hef aðeins eina sögu að segja af hinum látna heiðursmanni, Guðna Guðmundssyni, en ætla að láta hana bíða sérfærslu á morgun.
Annað, ég er að taka gamlar safnplötur inn núna, Now og fleira 'The Best (whatever) Album in the World... ever dót. Ef Queen er með lag á svona plötum eru þeir undantekningarlaust númer 1 á disk 1. Minnir að á Queen póstlistanum hafi þetta verið rætt og ekki fundist undantekning.
<< Home