Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, oktober 27, 2004

Dratt

Drattast allt þessa dagana ef ég á annað borð drattast eitthvert. Drattaðist í ítölsku í kvöld ólíkt síðasta miðvikudegi. Efast um að ég drattist til Kef á morgun að ná í systurnar, en sendi Grétar bróður. Dj vildi ég hafa eytt síðustu fjórum vikum á Benidorm.
Ef einhver veit hvar ég fæ svona dagsljóssperur hér á klakanum verð ég eilíflega þakklátur.
Annars eru Paparnir að gera sitt besta við að halda mér vakandi núna. Mikið rosalega var mikið fjör á laugardag.
Sitthvað sem mér datt í hug:
  • Hver hélt að breskir hommar gætu verið jafn kúl og Kanar? Þeim sem bjuggu til Queer Eye UK er svarið. Úff. Svo eru viðfangsefnin svo ótrúlega ensk og hallærisleg. Stelpurnar í How clean is your house passa miklu betur í ensku stemminguna.

  • Ábreiður: Það er ekkert mikið að því að reyna sig við að breiða yfir gömul lög. Stundum verður til hrein snilld. En ég heimta að það þýði ekki að gamla lagið hverfi ekki. Gamalt case in point: Ef einhver heldur að I will always love you sé ekki snilldarlag hefur einhver ekki heyrt Dolly. Íslenskt: Braggablús, Bubbi gargar. Nýrra: Öll hugsanleg bojbönd.

  • Arafat er að gefa upp öndina. Hlutirnir geta ekki versnað, er það?

  • Hobbiti!!

  • Ég þarf að fara að fara í ræktina

  • Scott Joplin sér um að koma smá brosi á andlitið áður en ég, you got it, drattast í rúmið.