Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, maart 28, 2005

Dægilegt nokk

Var með það á hreinu fyrirfram að þótt það væri svo sem ýmislegt sem ég gæti gert um páskana væri alveg eins líklegt að ekkert yrði úr verki og er þar af leiðandi ekki með hinn minnsta móral yfir því að mér hefur einmitt ekkert orðið að verki þessa fimm daga sem heitið getur. Smiðurinn kom á laugardag og dyttaði að hinu og þessu smálegu og á ekki nema eitt smáverk eftir og þá er húsið full 'smíðað'. Þá er bara að vona að farið verði í lagnamál á árinu. Það er að hluta úr mínum höndum.
Fór í tvær matarveislur í gær. Stóð á blístri í dagslok. Í dag horfði ég loksins á DVD af þáttum gerðum eftir uppáhaldsbókinni minni, Crow Road. Þeir voru sýndir hér '96 eða 7. Missti af öllum nema lokaþættinum þá.
Sem sagt, mjög svo indæl páskahelgi.
Næsta helgi verður öllu aðgerðameiri. Hvort til gagns verður er hins vegar stór spurning.