Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, maart 26, 2005

Hvaða doktor???

Eftir klukkutíma er komið að atburðinum sem Bretland hefur beðið eftir. Nýja Doctor Who serían er að byrja. Allir Bretar yngri en fimmtugir og eldri en 15 ólust upp við þessa seríu sem fyrstu SF sjónvarpsþættina sína, þeir gengu frá 1966 til 1991, með bíómyndarlöngum þætti '96. Það sem ég hef séð af gömlu þáttum finnst mér nú svolítið að vinir mínir líti á þetta í rósrauðum bjarma fortíðar, en ég ætla ekki að missa af þessu. Ef ekki annað þá er Christopher Ecclestone fantagóður leikari og United maður.
Í millitíðinni ætla ég að horfa á Ísland tapa fyrir Króatíu.