Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, juli 21, 2006

Gamlir vinir

Fór í gær í jarðarför heiðursmannsins dr Valgarðs Stefánssonar. Dr Valgarður var faðir Lalla æskuvinar míns og fá ef nokkur heimili óvandaðra sem ég hef jafn oft komið á, þó langt sé um liðið síðan síðast. Þarna voru tveir aðrir gamlir vinir úr Landakoti og Hagaskóla og það var gaman, þó tilefnið væri leitt, að ná á mynd okkur fjórum: Mér, Lalla, Sigga Palla og Stebba.

Þó eitthvað séum við eldri en vorum, get ég ekki hugsað mér að setja annað en gömlu gælunöfnin niður, ég er ekkert hættur að vera Bjössi þó eldri sé og sama á við um strákana.
Ég lofaði enn einu sinni bekkjarpartí...