Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 07, 2007

Bókastafli

Hringadróttinsmaraþonið tókst vel í gær, allt í allt tók þetta frá 8.30 til 10.45. Reyndar með tæpra tveggja tíma pásu í eftirmiddaginn, þannig að 12 tíma planið er nokkuð sólíd.
Hermdi eftir Einari, náði í þær bækur sem ég á ólesnar sem ég tel líklegt að ég lesi. Er búinn að byrja á þessum flestum.

Mest er þetta SF, það er eins og það sé smá þreyta í mér gagnvart þeim núna. En allavega, eigum við ekki að klára eins og helminginn af þessu um páskana? Það væri fínt. En ég þarf líka að horfa á bolta og reyna að læra að spila tölvuleiki í nýja Xboxinu sem ég gaf sjálfum mér í afmælisgjöf.

Labels: