Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, april 15, 2007

Niflungahringurinn

Mæli með Niflungahringnum í sjónvarpinu í kvöld. Ágætis útgáfa af ævintýrinu, auðvitað einhver frávik frá sögunni eins og við þekkjum hana best, en fín skemmtun. Drottningin af Íslandi er augnayndi og fær mann til að hafa ekki áhyggjur af því hvernig þetta Ísland er.
Ekki spillir að ég kom á örlítinn hátt að gerð myndarinnar, hjálpaði handritshöfundunum Diane Duane og Peter Morwood með smáatriði, enda kannast ég við þau hjón af Pratchett ráðstefnunum, mesta indælisfólk.