Stikkorðablogg
Búinn að vera latur til bloggs og því bíða ýmsar hugsanir. Best að stikkorðablogga og sjá svo til hvort meira verður úr síðar.
- Í dag er undanúrslitadagur og ég verð límdur við sjónvarpið. Nýja-Sjáland - Sri Lanka í krikkettinu, loks komið að alvöru leikjum eftir 6 vikna vafstur. Á ég ekki að blogga um það seinna í dag? Það yrði þó allavega úník meðal íslenskra bloggara. Bond, Shane Bond sér um þetta!
- Já, og svo er það United - Milan. Ha? Ég? stressaður? neineinei
- Auðvitað er Ronaldo besti leikmaður og besti ungi leikmaður í ensku knattspyrnunni!
- Talandi um það, afhverju rembast menn við að þýða 'Best Young Player' sem efnilegastur? Fífl.
- Og bara af því að sum þessara liða hafa verið að vinna titla er rétt að minna á að 'Glasgow Celtic', 'Glasgow Rangers', 'Inter Milan' og 'AC Mílanó' er allt saman KOLRÖNG nöfn. Svona álíka og Arsenal Lundúnir.
- Gen eru ekki til! Þess vegna er Guð til. Brandari dagsins.
- Frændi og fjölskylda eru á leiðinni heim! Í Fossvoginn þ.e.a.s. Enn einn Fossvogsbúinn kemur til baka í dalinn og tvö lítil börn eru heimt úr þeirri helju að þurfa að alast upp KR-ingar. Því er mjög fagnað!
- Spjallaði við rafvirkjann. Það er komið ár síðan ég talaði fyrst við hann. Nú lítur út fyrir að af þessu verði upp úr miðju maí.
- Byggjum aðeins stærri og fallegri hús á horninu á Austurstræti og Lækjargötu. Samt ekki eins stór og Iðuhúsið. OK? Einföld lausn.
Labels: stikkorð
<< Home