Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, april 24, 2007

Stikkorðablogg

Búinn að vera latur til bloggs og því bíða ýmsar hugsanir. Best að stikkorðablogga og sjá svo til hvort meira verður úr síðar.
  • Í dag er undanúrslitadagur og ég verð límdur við sjónvarpið. Nýja-Sjáland - Sri Lanka í krikkettinu, loks komið að alvöru leikjum eftir 6 vikna vafstur. Á ég ekki að blogga um það seinna í dag? Það yrði þó allavega úník meðal íslenskra bloggara. Bond, Shane Bond sér um þetta!
  • Já, og svo er það United - Milan. Ha? Ég? stressaður? neineinei
  • Auðvitað er Ronaldo besti leikmaður og besti ungi leikmaður í ensku knattspyrnunni!
  • Talandi um það, afhverju rembast menn við að þýða 'Best Young Player' sem efnilegastur? Fífl.
  • Og bara af því að sum þessara liða hafa verið að vinna titla er rétt að minna á að 'Glasgow Celtic', 'Glasgow Rangers', 'Inter Milan' og 'AC Mílanó' er allt saman KOLRÖNG nöfn. Svona álíka og Arsenal Lundúnir.
  • Gen eru ekki til! Þess vegna er Guð til. Brandari dagsins.
  • Frændi og fjölskylda eru á leiðinni heim! Í Fossvoginn þ.e.a.s. Enn einn Fossvogsbúinn kemur til baka í dalinn og tvö lítil börn eru heimt úr þeirri helju að þurfa að alast upp KR-ingar. Því er mjög fagnað!
  • Spjallaði við rafvirkjann. Það er komið ár síðan ég talaði fyrst við hann. Nú lítur út fyrir að af þessu verði upp úr miðju maí.
  • Byggjum aðeins stærri og fallegri hús á horninu á Austurstræti og Lækjargötu. Samt ekki eins stór og Iðuhúsið. OK? Einföld lausn.
Nóg í bili!

Labels: