Svæðisvörn
Það er að verða árlegur viðburður að heyra Andy Gray fjalla um svæðisvörn og galla hennar eftir Liverpool - United leiki.
Í janúar í fyrra tók hann góða rýni á þetta sigurmark á síðustu mínútunni eftir aukaspyrnu:
og þótti þetta skólabókardæmi um hvernig svæðisvörn klikkar.
Síðasta vor sést hérna:
hvernig John O'Shea dansar fyrir framan fjóra varnarmenn sem allir eru að dekka svæðið frekar en manninn og þess vegna endar Johno frír og þrumar í netið.
Og enn í dag fékk Gray að predika: Rio dró með sér Torres sem eins og í fyrra horni var eini varnarmaðurinn sem fylgdi manni, fjórir varnarmenn röðuðu sér á markteiginn án þess að vera dekka neinn, Rooney fékk að skjóta óáreittur og Tevez var óvaldaður inni í markteig. (takk Benayoun fyrir að hlaupa ekki út). markið sést hér.
Takk Rafa, og megi Liverpool spila svæðisvörn sem lengst. Eins og Andy Gray var að segja: "Ég hef aldrei séð svæði skora mark í fótbolta". Hins vegar hafa Rio, Johno og Carlos núna allir skorað sigurmark á Anfield. Tevez tók þetta reyndar á lokamínútu fyrri hálfleiks, ólíkt hinum tveim, og það er svolítið þægilegra en hitt.
<< Home