Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, oktober 23, 2007

Síðasta rúgbýfærslan

Það er svo sem lítið að segja um úrslitaleikinn á laugardaginn var annað en að Suður Afríka klikkaði, hélt Englendingum í skefjum og vann 15-6, allt saman spörk. Reyndar var snertimark dæmt af Englendingum, en það var að því er mér sýndist rétt. En gargandi skemmtun var þetta ekki.
Svo kemur í ljós hvort bætist í þriggjalanda keppnina á næsta ári, vandinn fyrir Argentínu er hve margir leikmenn þeirra spila í Englandi og Frakklandi og ættu erfitt með að fá sig lausa.
Ég hvíli ykkur semsé frá rúgbý fram á næsta sumar en síðasti fróðleiksmolinn um þessa ágætu HM er svona: Vissuð þið að deildarkeppnin í Englandi hélt áfram á fullum krafti á meðan keppnin fór fram? Það er semsé bara verra að hafa fullt lið landsliðsmanna.
Í kvöld var klassískara sjónvarpsáhorf, fagurt að sjá United rústa Динамо Київ. Reyndar er ekki hægt að segja að Kiyv hafi veitt mótspyrnu, en þessi tvö mörk þeirra voru gjörsamlega óþörf.
Flott kvöld hjá United, næstum flottara hjá Arsenal. Ætli ég beri mig ekki eftir því að horfa á Arsenal - Liverpool á sunnudaginn, þarf að sjá hvernig þetta Arsenal lið ber sig að.

Labels: ,