Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 28, 2007

Góður laugardagur

Verulega góður dagur í gær. Hófst á ferð í ræktina (átak í gangi, gengur ekki illa), síðan var það Musteri Mammons til að græja gjöf. Var búinn að mæla mér mót við vin á Glaumbar og kom við hjá öðrum til að ferja hann þangað. Frú þess síðarnefnda kom í tæka tíð heim og við drifum okkur í bæinn og sáum okkar menn rústa 'boro 4-1. Frábær fótbolti og spennandi að sjá að fremstu fimm menn okkar í leiknum eru allir 23 ára eða yngri. Ferjuðum einn bíl á Víðimel að leik loknum og svo var haldið heim. Kvöldið byrjaði kl.6 þegar mamma kom við og við fórum í veislu til að samfagna Möggu frænku að hafa loksins ákveðið að skilja við lögfræðideildina þrátt fyrir að henni hafi greinilega þótt ákaflega gaman að vera skráður nemandi! Maður þekkir aldrei of marga lögfræðinga.
Garðabærinn var lokaviðkomustaður kvöldsins, þrítugsafmæli yfirmannsins og þar var skemmt sér og dansað fram á rauðanótt í frábæru partíi!
Sem sé, geysigaman í allan gærdag, og eftirköstin lítil.
FC United vann reyndar líka góðan sigur í gær. Ekkert að því!
Og að lokum, fyrir þá fáu lesendur sem vita ekki af því, þá er ég á Facebook

Labels: , ,