Það óvænta gerðist: það vænta gerðist
Loksins eitthvað eftir bókinni. Síðustu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik gerðu útaf við Argentínu, og sigur Suður Afríku var mjög öruggur. Ég sá reyndar bara seinni hálfleik, kom inn rétt í þann mund sem tæpt snertimark Argentínu var dæmt löglegt og hleypti smá spennu í þetta, þannig að það var allt í lagi að horfa á leikinn.
Nú er bara að vona að Bryan Habana tryggi sér titilinn Maður Mótsins með toppleik móti Tjöllum, til þess er hann nógu skemmtilegur og góður. Ég meikaðaekki ef Jonny Wilkinson sparkar Englendingum aftur til sigurs! Englendingar viðurkenna reyndar vel að sigurinn á Frökkum á laugardag hafi ekki verið fagur eða léttleikandi, en úrslitin telja og það verður að viðurkennast að umsnúningurinn frá 0-36 tapi gegn Suður Afríku í fyrsta leik hefur ótrúlegur. En nú er nógu langt gengið og nema SA vanmeti þá gjörsamlega vegna þessa fyrsta leiks, þá á Suður Afríka að tryggja sér þetta. Áfram Boks!
En nú skulum við byrja vikuna á að skella okkur í ræktina. Maður þarf jú að komast í
<< Home