Má ég vera memm?
Um daginn minntist frægasti Frambloggarinn á gamlan söng Frammara um að Víkingar væru félag stofnað af pjökkum sem hefðu ekki fengið að vera með þegar Fram var stofnað. Ég fæ ekki alveg séð hvers vegna það, þó alveg rétt væri, ætti að vera Fram til framdráttar. Ef eitthvað er, sýnir það dugnað og kraft yngri piltanna sem stofnuðu félag sem nú hefur lifað í heila öld, þó upphaflega væru þeir ekki taldir félagstækir. Og sýnir um leið skammsýni stofnanda Fram, sem þarna misstu af góðum félagsmönnum.
Það var enda ekki í síðasta skipti sem Framarar brenndu sig á því að vilja ekki góða menn, og er þar skemmtilegast að nefna síðasta Íslandsmeistaratitil Víkinga í knattspyrnu karla, sem er jú styttra í en síðasta Íslandsmeistaratitil Framara.
Það er þess vegna alltaf betra að leyfa sem flestum að vera með, það er aldrei að vita hvað úr verður.
<< Home