Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, juli 18, 2004

Snilldarhelgi.

Snilld. Tær snilld (og ég var búinn að hugsa þessa færslu áður en ég sá þína. Já, þína.) Þreif. Tók til. Keypti og setti saman Billy. Kom öllum pappakössum í húsinu í Sorpu. Tók inn slatta af plastpokum úr skúrnum og búinn að sortera úr þeim og koma mestu í nýja Billíinn (Ég var ekki einu sinni farinn að sakna Kalla og Kobba safnsins. Skamm á mig).
Allt þetta og samt tókst mér að liggja í sólbaði stóran hluta helgarinnar í þessu frábæra veðri. Ýmist uppi á svölum og úti í garði, þar sem ég kynntist honum Snúði í næsta húsi. Hann var svolítið feiminn fyrst, en síðan tókst með okkur ágætis vinátta. Hann étur helst til mikið gras. Vona að slefið hans sem ég fékk á mig við að strjúka honum, og tilheyrandi ofnæmisvaldar, verði horfnir áður en ég hitti frú frænda míns næst.
Og ekki nóg með það, heldur fór ég á 2 myndir, Spædí í gær, og Shrek 2 núna áðan. Þvílík snilld! Passa að fara ekki strax og kreditlistinn rúllar í Shrek, það er aukasena.
Síðan þessi snilldar úrslit í boltanum! Við tökum á móti KR með jafn mörg stig og þeir! Það verður allt vitlaust í Víkinni!
Og svo er ég bara líka þetta þrælhress og óþreyttur nú í dagslok. Held að það sýni best að ég ætti að búa þar sem hitinn fer ekki mikið undir 20 gráður.
Þetta er einhvern veginn allt of mikið. Ég held að morgundagurinn hljóti að finna upp á einhverju til að slá mig í andlitið með, ég er bara ekki vanur svona dögum.