Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, oktober 29, 2005

Þyngdarblogg pt II

Fyrri hluti hér og af því blogger vill ekki leyfa mér löng blogg, kemur niðurlagið hér:
Niðurstaðan hjá mér varð þessi:
Sem sé ef einhver ætti að spyrja mig hvernig á að grennast myndi ég segja, án ábyrgðar auðvitað:

  • Borðið færri kaloríur en þið brennið.

  • Viktið ykkur á hverjum degi, á sama tíma, og fitumælið helst líka. Þetta er það eina sem ég sé að hjá DDV.

  • Mælið trendið, þróunina. Trend gildi í dag = (trendgildi í gær sinnum 0,9) plús (þyngd í dag sinnum 0,1). Fyrsta gildið er bara núþyngd. Sjá Hacker's Diet. Trendið sýnir árangurinn betur og er mikilvægt aðhaldstæki þegar í viðhaldsfasann er komið.

  • Skyr er gott. En ekki ef það er með viðbættum sykri

  • Gulrætur og smátómatar eru gott snakk. En athugið að ástæðan fyrir því smágulrætur eru sætar á bragðið, er, tja, sykur. Ekki of mikið. Og mér skilst að fjórir stórir tómatar sé hámark á dag.

  • Róleg og löng æfing getur skila meiru en gargandi átök. Sér í lagi er auðveldara að gefast upp á því síðarnefnda. Mælið kaloríubrunann.

  • Æfing gerir ykkur svöng. Ef markmiðið er fyrst og fremst fitubrennsla er æfing sem brennir 500 kkal gagnslítil ef á eftir er tekin auka neysla upp á 600 kkal. Passa það.

  • Þetta er ekki flókið. Þetta er bara erfitt.

  • Og ein hér að lokum sem ég hef sjálfur getað fylgt en er helv erfitt: Það er allt í lagi að fara svangur að sofa.