Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 30, 2005

Vefarinn mikli

Er lengi búinn að gæla við að endurhanna Bjarnarhýðið og endurskrifa eitthvað af dótinu þar. Ætlaði að setja upp flott css og þess háttar. Gafst upp í gær á frumleika og ákvað bara að nýta mér Mr Moto Rising sem ég er með hér á blogginu. Potaði samt soltið rækilega í hönnunina og breytti aðeins, og tók síðan linkana mína í gegn, bætti við linkum á mínar síður og slatta af bloggurum. Núna er hýðið næstum eins í útliti og bloggið og lítur næstum út eins og þetta sé fullkomlega sami vefurinn. Ég endurskrifaði forsíðuna og sumar undirsíðuna.
Svo tók ég í gegn leslistann minn og setti inn það sem er í bunkanum, og slatta af því sem ég hef lesið síðan ég uppfærði síðast fyrir tveim árum.
Mér finnst þetta allt frekar flott :-D

zaterdag, oktober 29, 2005

Niðurlæging.

Að tapa 4-1 fyrir 'boro er bara niðurlæging.
Við höfum tapað stórt áður og það á titiltímabilum. En sjaldan með svona andleysi.

Þyngdarblogg pt II

Fyrri hluti hér og af því blogger vill ekki leyfa mér löng blogg, kemur niðurlagið hér:
Niðurstaðan hjá mér varð þessi:
Sem sé ef einhver ætti að spyrja mig hvernig á að grennast myndi ég segja, án ábyrgðar auðvitað:

  • Borðið færri kaloríur en þið brennið.

  • Viktið ykkur á hverjum degi, á sama tíma, og fitumælið helst líka. Þetta er það eina sem ég sé að hjá DDV.

  • Mælið trendið, þróunina. Trend gildi í dag = (trendgildi í gær sinnum 0,9) plús (þyngd í dag sinnum 0,1). Fyrsta gildið er bara núþyngd. Sjá Hacker's Diet. Trendið sýnir árangurinn betur og er mikilvægt aðhaldstæki þegar í viðhaldsfasann er komið.

  • Skyr er gott. En ekki ef það er með viðbættum sykri

  • Gulrætur og smátómatar eru gott snakk. En athugið að ástæðan fyrir því smágulrætur eru sætar á bragðið, er, tja, sykur. Ekki of mikið. Og mér skilst að fjórir stórir tómatar sé hámark á dag.

  • Róleg og löng æfing getur skila meiru en gargandi átök. Sér í lagi er auðveldara að gefast upp á því síðarnefnda. Mælið kaloríubrunann.

  • Æfing gerir ykkur svöng. Ef markmiðið er fyrst og fremst fitubrennsla er æfing sem brennir 500 kkal gagnslítil ef á eftir er tekin auka neysla upp á 600 kkal. Passa það.

  • Þetta er ekki flókið. Þetta er bara erfitt.

  • Og ein hér að lokum sem ég hef sjálfur getað fylgt en er helv erfitt: Það er allt í lagi að fara svangur að sofa.

Þyngdarblogg

Byrjaði á þyngdarbloggi, alhliða pælingum um léttun, DDV, mínar aðferðir, The Hacker's Diet og líkamsfitugaurinn. (mæli með þessum tveim síðum) og þetta varð svo langt að ég setti þetta á sér síðu.
Þyngdarpælingar Bjössa.
Í leiðinni fór ég að setja þessa síðu upp með sama css og bloggið notar, og tapaði mér þó nokkuð í því.

Snjóaður inni.

Er ekki prýðilegt að nota afsökunina og ekki fara út úr húsi alla helgina? Nema kannske í mesta lagi í matarinnkaup í Grímsbæ?
En ég held ég þurfi samt að moka tröppurnar svona til að verði ekki til klakabúnki. Á meira að segja hálkueyði til að hjálpa til.

vrijdag, oktober 28, 2005

Vann ekki.

Nei, ég vann ekki.
Þarf að lesa síðasta póst til að rifja upp góðu hliðarnar!
Stælburger í hádeginu, ég gat ekki torgað nema helmingnum, maginn er greinilega skroppinn saman!
Komst heim á sumardekkjunum. Úff. Negli sem fyrst.

Átaki lýkur.

Að morgni 24. ágúst var ég 79,9 kg, með 25,2% fitu, sem sé 20,1 kg af fitu. Núna er ég 71,5 kg, með 17,5% fitu, eða 12,5 fitukg. Ég hef misst 8,4 kg þ.a 7,6 fitukg og farið niður um 7,7 prósentustig. Brjóstin eru horfin, handföngin líka og maginn er næsta sléttur. Ég er að auki í besta formi lífsins.
Það er því góðar líkur á ég vinni Biggest Loser keppnina í vinnunni, síðasta mæling er í dag.

Verð að viðurkenna að ég er bara býsna stoltur. Þetta er búið að vera gott átak, er búinn að halda vel í mig í mataræði, ekki dottið í nammi eða gos eða snakk á tímabilinu en þó getað farið í einhverjar matarveislur og partý og ekki haft of miklar áhyggjur. Síðan er ég búinn að vera duglegur í ræktinni.
En í hádeginu verður það Stællinn :) og svo verður skipt yfir í uppbyggingarprógramm á mánudag. Vöðvar? Á mér? Hefði einhvern tímann þótt fréttnæmt...

donderdag, oktober 27, 2005

Ég er vondur maður

Umræðan yfir á hinu blogginu vatt uppá sig og ég var ásakaður um útúrsnúninga og hvaðeina.
Allt af því að þó að ég hafi fulla samúð með láglaunafólki og styðji skatt- og bótakerfi sem styrkji þá sem lægst laun hafi og vilji þó nokkurn jöfnuð í landinu þá finnst mér það ekki góð röksemdafærsla að leikskólar séu fríir bara svo að allir geti átt sem mest af börnum. Það hljómar kannske voða kalt að segja: Ef þú hefur ekki efni á að eignast barn (fleiri börn), þá ættirðu kannske að íhuga að eignast ekki barn (fleiri börn).
En það er nú samt mín skoðun og ég er ekki að leggja til að barnabætur o.s.frv. verði lagðar niður.
Það er djöfull einkennilegt að vera alltaf af og til í vinnunni að rökræða við últra frjálshyggjumenn og reyna að tala máli jöfnuðar og lenda svo í rökræðum á netinu við fólk af hinum kantinum þó ekki jafn últra þeim megin sé. Og vera ýmist kallaður kommúnisti eða últra kapítalisti.
Líf hægrisinnaðra jafnaðarmanna með hagfræðimenntun er ekki alltaf dans á rósum!

woensdag, oktober 26, 2005

Böl bætt

Þó það sé ekki alltof gaman í herbúðum United núna má benda á ýmislegt, leikur til góða, Chelsea leikur framundan sem getur breytt ýmsu og svo hressir það andann að lesa Liverpool bloggið eftir svona skemmtilega tapleiki Liverpool. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.
Og eftir þetta diss þá er eins víst að United tapi fyrir Barnet í kvöld!
Annars finnst mér innlegg Gunnlaugs (innlegg 1, innlegg 2) í umræðuna um kvennafrídaginn athyglisverð. Sjálfum finnst mér ekki rétt að blanda saman annarsvega launamun í sama starfi (óverjandi með öllu) og launamun milli starfa/vinnumagns etc etc. Hið síðarnefnda er vissulega valkvæðara. Það þarf heldur ekkert að segja mér að staðan sé eins í dag og fyrir 30 árum þótt heildartekjumunurinn geti verið svipaður.
Svo er það ræktin. Ökklarnir eru að makka nokkurn veginn rétt og hnén líka, en smá sífr. Annars myndi ég held ég setja ökkla á einn af þessum sjösinnumsjö listum ef einhver kitlaði mig, þannig að þeir hafa nokkuð til síns ágætis, Kibba!

dinsdag, oktober 25, 2005

Böh

Andlaus og þreyttur.
64 tímar eftir af átakinu. Þetta er að hafast. Það er vonandi að bounce-backið verði ekki skelfilegt, má ekki missa mig. Beitti sjálfan mig hörku í Nóatúni áðan.
Það var gúllassúpa í hádeginu, mjög góð, haugur af grænmeti með. Fékk mér síldarbita og ögn af lifrarkæfu. Mikið ofboðslega var það mikil bragðsprengja. Held að bragðlaukarnir séu vel úthvíldir eftir þessa 10 vikna törn.
Er að sníkjublogga smá í kommentakerfinu hjá Halli. Ég er að reyna að skilja sjálfan mig, afhverju mér finnst sjálfsagt að barna-, unglinga-, framhalds og jafnvel háskólar séu ókeypis en en ekki leikskólar.
Kannske af því að það er auðveldara fyrir foreldri að vera heima og sinna starfi fóstru (sem er óendanlegra fallegra nafn en leikskólakennari) en starfi kennara í hinum skólunum. Og samt er heimakennsla að vinna á erlendis.
Auðvitað hefur þetta líka með barnleysi mitt að gera.

zondag, oktober 23, 2005

Góð helgi

Þetta var góð helgi.
Laugardagurinn fór í að fara austur á Selfoss og Hvolsvöll í jarðarför Pálma og erfidrykkju. Útfararathöfnin var falleg, góð ræða, og geysifjölmenn. Það var svo gaman að að koma aftur í Hvolinn, þetta fallega félagsheimili. Ég þekki færri en þekktu mig en var ófeiminn að neita því að ég þekki fólk, enda kannaðist ég við alla eftir kynninguna. Ég er búinn að gleyma í sjón nær öllum sem voru fullorðnir þegar ég var barn á Hvolsvelli.
Í gær var þvotta- og tiltektardagur og gekk vel. Búinn að trassa of lengi að taka skyrtuþvott. Nú á ég betra val í skyrtum. (Sagðann og fór í eina standard hvíta...)
Les lítið þessa dagana, horfi ekkert á lostann eða annað efni á þeim miðli, en grænmetast (vegetate) fyrir framan imbann. Er hvorki búinn með Algebraistann né búinn að fara á Vígakanínuna. Bæti úr því í kvöld. Anyone with me? Annars er vonanadi að það verði verðlaunapöntun Amazon.co.uk á föstudag. Þó ég sé með 15 bækur 'í lestri' as we speak. Tók Amazon.com zwing um daginn þegar ég fékk mér 20 punda hlunkinn. Ef einhver vill frontrunna mig og gefa mér bækur þá er það auðvitað velkomið og hér er hjálpin. Held ég kaupi kannske eitthvað af fötum, svona til aðhalds. Gallabuxurnar mínar eru orðnar soltið þreyttar. Ég kann ekki vel á gallabuxur og hlakka ekki til að kaupa nýjar.
Eftir viðburði föstudagsins er ljóst að það verður á dagskrá í vikunni að sjá Kanslarann stela sælgæti af barni. Ég spái harðri viðureign, en trakkrekordið sýnir svo um eigi verður um villst að barnið mun ekki tapa.
En nú er komið tími á að að brenna í brennslu.

zaterdag, oktober 22, 2005

Pálmi Eyjólfsson 1920-2005

Eftirfarandi er minningargrein um Pálma Eyjólfsson fv. sýslufulltrúa á Hvolsvelli sem birtast mun í Morgunblaðinu einhver næstu daga. Pálmi var líklega skemmtilegasti og glaðasti maður sem ég hef kynnst.


Þegar Pálma Eyjólfssonar er minnst hlýtur fyrsta hugsun flestra að vera lífsgleði hans og vinarþel. Ég þekkti hann frá blautu barnsbeini, eins og aðrir uppaldir Hvolsvellingar og betur en margir þökk sé tryggrar vináttu þeirrar hjóna við fjölskyldu mína. Síðar þegar ég kom sem eldra barn og unglingur í lengri heimsóknir austur kom oftar en ekki fyrir að ég færi í heimsókn til þeirra heiðurshjóna Pálma og Margrétar. Pálmi var alltaf þolinmóður í garð guttans, þó að aldrei næði ég að taka alla hluta hjólböruprófsins sem dugði lengi sem góðlátlegt grín milli okkar.
Ég veit að ég er ekki einn um það að líta á Pálma sem nokkurs konar táknmynd Hvolsvallar, fulltrúa frumbýlinganna sem byggðu upp þetta litla þorp til þess að þjónusta sveitirnar í kring. Hann sá allar þær breytingar sem urðu á tuttugustu öldinni, frá því að lítil verslun flutti þangað, uppbyggingu þorpsins sem síðar hægði á þegar samgöngur til höfuðborgarinnar bötnuðu og loks enduruppbyggingu eftir flutning SS þangað.
Pálmi var einn af þeim skáldmæltu Íslendingum sem ortu til náttúrunnar sem þeir unnu og batt vináttu sína í stuðla og höfuðstafi til heiðurs samferðamönnum sínum.. Þannig endurspeglaðist hann sjálfur og umhyggja hans fyrir landi og lýðum í ljóðum hans.
Það var því ætíð sönn ánægja að sækja þau hjón heim þegar leið mín lá um Suðurland, setjast niður og njóta samveru við þau aftanstund. Eina slíka áttum við móðir mín með þeim Margréti og Pálma fyrir tæpum mánuði síðan. Pálmi fylgdi okkur úr hlaði, glaður í bragði sem endranær og kvaddi okkur með virktum. Það er kveðjustund sem er viðeigandi sem hinsta minning um góðan mann.
Björn Friðgeir Björnsson

vrijdag, oktober 21, 2005

Hamfarir

Fréttir frá Pakistan versna. Minni á Rauðakrossinn. Einfaldast að hringja í 907 2020, það kostar þúsundkall.
.
Annars er ég farinn í ræktina. Brennabrenna...

dinsdag, oktober 18, 2005

Nóg...

...komið af aumingjaskap. Ég er farinn í ræktina. Ökklinn verður bara væla í hljóði.

zaterdag, oktober 15, 2005

Djamm

Vóah. Þetta var bara alveg rosalega gaman. Flott partí og stuð á Óliver. Og það er sko alveg á hreinu að í dag mun ég halda kyrru fyrir heima og hvílast. United leikur er prýðisleið til að slaka á.

woensdag, oktober 12, 2005

Fótboltafréttir

Frábærar fréttir í dag. Fyrst skrifar Milos undir og svo eru Ásgeir og Logi ekki endurráðnir.
Tenórinn er með meiningar og vill frekar tapa tapa og tapa frekar en vinna. Það er ágætt að horfa á skemmtilegan fótbolta ef maður heldur ekki með liðinu sem tapar alltaf 4-1. Fótbolti snýst um að vinna. Landsliðið snýst um þjóðarstolt.

Hjörtu

Var í haustveislu hjá mömmu. Fékk hjörtu samkvæmt pöntun. þvílíkt sælgæti.
Það var margt að frétta, flest slæmt, sumt mjög slæmt. En þannig er lífið.
Að lokum, Kááááááári Árnason Kóngur. Þvílíkt sem þetta gleður Víkingshjartað.

zondag, oktober 09, 2005

Kaffi

Hefði átt að vera búinn að þessu fyrir löngu. Breytti stillingunum á kaffivélinni í dag. Skrúfaði aðeins upp styrkinn og breytti vatnsmagninu þannig að takkarnir þrír gefa ekki lengur espressó/fleytifullan bolla/fulla könnu (sem ég hef aldrei notað fyrr en ég prófaði í gær). Núna er þetta ristrettó/espressó (aðeins rúmlega/tæpur venjulegur bolli. Held þetta gangi bara vel í framtíðinni. Hugsa að til að búa til cappucino sé samt best að hafa tvo espressóskammta, enda eru stóru bollarnir mínir frekar stórir.
Er búinn með bókina, næst þarf ég að taka Algebraistann föstum tökum.

Letiblóð

Ég er letiblóð. Nýti mér afsökunina að ökklinn er að stríða mér og ligg í bæli og reyni að halda mig við að lesa doðrantinn System of the World. Á milli snilldarinnar getur Stephenson orðið ægilega langdreginn.
Ljúft kvöld í gær. Syndgaði verulega á átakinu, enda er kjöt í karrí a la mamma vel þess virði. Síðan í kveðjuhófið, hvar ég sýndi yfirvegun og hóf í blöndun á Bombay Sapphire í tónik og varð því hvorki mér né öðrum til skammar. Leit inn á Thorvaldsen, rölti síðan um bæinn til að rifja upp hvernig biðraðirnar eru langt gengið þrjú, setti smiðshöggið á neyslu kvöldsins með einum (litlum) Hlölla og hélt síðan heim eftir gott kvöld.
Er ferskur, en sem fyrr segir, latur. Lífið er ljúft.

zaterdag, oktober 08, 2005

Schkollinn.

Ansvítans ökklinn. Er draghaltur en hélt þó út hálftímann á brettinu. Þetta eru einhver eymsl sem ég hef áður fengið. Vonum það besta og bryð liðamín.
Myndin í gær var bara þokkaleg. Ekki þó fyrir aðra en þá sem hafa séð þættina. Tjarnarbíó er upplifun. Verð að segja að ég heyrði ekki orðaskil í sirka helmingum. En fannst bara gaman.
Kvöldið verður gott, ætla aðeins að gleyma aðhaldinu.

vrijdag, oktober 07, 2005

Úffffff

Fimmti morguninn í röð í ræktinni. Ef ég fer á morgun líka þá er ég búinn að vinna mér inn leyfi til að að fara ekki á bílnum í kveðjupartíið til Markúsar Pólusar á morgun. Fer þó eftir stöðunni á eftir.
Þessi í kvöld ásamt vinnufélögum. Þættirnir eru geðveikt fyndnir. Bókstaflega, því sem næst. Jónas Sen (er hann ekki músíser??) gaf þessu eina stjörnu í Mogga í gær. Blæs á það! Are you local?!?

woensdag, oktober 05, 2005

Barastaekkert

Ég hef ekkert að segja. Held bara út minn bíafrakúr og mæti næstum daglega í ræktina. Djös rugl. Endorfín er gott dóp. Í kvöld verð ég að reyna að mæta í ítölsku og vaka vel framyfir venjulegan háttatíma. Hef nátt'lega ekkert lært heima.
Er búinn að lesa nýja Pratchettinn ('Thud!') og kláraði doðrantinn Jonathan Strange & Mr. Norrell (eitt sem ég hef gaman að, ég handskrifa ampersand alltaf eins og et, ekki eins og hann er í flestum fontum, nördismi...). Núna er ég að reyna að lesa System of the World. Það gengur hægt.
Ég sór þess eið að falla ekki fyrir súdókú. Je. Ræt. Og nú er Mogginn kominn með alvöru stigsmunsgátur. Best að fara að reyna við þá erfiðu...

zondag, oktober 02, 2005

Brandari dagsins

"Newcastle will offer £5m and Lee Bowyer to land Alan Smith from Manchester United. (News of the World)"
Af slúðurpakka dagsins á bbc. Ég þurfti að þvo skjáinn...

Eldamennska

Eldaði fyrir sjálfan í fyrsta skipti í sex vikur. Keypti grillpönnu í gær (bara svona non-stick, ekki steypujárns), henti á hana tveim kjúklingabringum, steikti í 10mín, í ofn í 10 og henti svo engifer, hvítlauk og appelsínugulri papriku á. Sauð sma af hýðishrísgrjónum með, smá soja og ostrusósa til að krydda og blandað salat. Engin olía.
Þetta var bara sælgæti!
Önnur bringan er afgangs, hún verður í matinn út vikuna :-D