Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, augustus 03, 2006

Ríkiseinkasalan gerir okkur full

Einn af frjálshyggjupostulum Viðskiptablaðsins fer mikinn og segir að hræðilega ástandið í miðbænum (sem er nú ekkert óvenjuhræðilegt herma nýjustu fréttir frá löggunni) sé vegna þess að skemmtistaðir neyðist til að hafa svo háa álagningu af því að einkasalan sé svo dýr. Og að annars staðar þar sem áfengi er ódýrt drekki menn ekki heima og ástandið sé ekki svona slæmt.
Pilturinn gleymir auðvitað að einkasala og skattlagning ríkis er tvennt ólíkt og aðskilið. Og ef hann heldur að þetta sé allt svona æðislegt erlendis, þá fylgist hann greinilega ekki með fréttum frá Bretlandi.
Ef ástand versnar yfir tímabil þá er ástæðunnar ekki að leita í einhverju sem ekki hefur breyst yfir tímabilið. Er það ekki einfalt að muna?
Annars er greinilega mjög vænlegt til árangurs að fá plögg á Bloggi dauðans, verst að ég gaf mér ekki tíma í færslu þegar flóðið var sem mest til að reyna að halda í nýja gesti.
Það var haldinn sellufundur í gær. Það gæti reynst dýrt, þó í formi fjárfestingar sé. Svo var burrinn hjá lækni í gær. Það verður frekar dýrt. Þá fer hugur manns að reika í átt til þess að stöðva slík fjárútlát með því að eyða ennþá meiri peningum og kaupa nýjan. Rökrétt, ekki satt?