Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, april 23, 2008

Að hallmæla mönnum byggt á háralit og þjóðerni

Í dag mun ég eftir fremsta megni reyna að sitja á strák mínum og vera ekki með ódýr skot á rauðhærða Norðmenn, og kemur þar auðvitað fyrst til að ég þekki bæði rauðhærða og Norðmenn og tel meðal vina minna. Reyndar verður að viðurkennast að á heildina litið eru Norðmenn sem ég þekki ekki meðal fjörugustu manna, en engu að síður mestu prýðismenn. Svo er líka hitt að það er mikið eftir, bæði í kvöld, á laugardaginn og í næstu viku og svo framvegis og eins og alltaf gildir að sá hlær best sem síðast hlær.
Engu að síður hlýt ég að spyrja: "John Arne Riise, oooh, aaah, I wanna knoooooow, how you scored that goal!"
Í mánudag átti Lalli vinur afmæli og blæs til veislu í dag. Ég ætla ekki að halda því fram að það sé eins og gerst hafi í gær að við vorum í fótbolta saman heilu sumrin, til þess er minnið of slakt, en það verður gaman að samfagna honum, og fræðast um hvernig það er að komast á fimmtugsaldurinn. Ég ætla mér enda að vera vel undirbúinn þegar það að kemur.
Síðan verður reynt að finna stað til að horfa á Barcelona leikinn í kvöld, væntanlega rólegur morgun á morgun og síðan vinna í Víkinni eftir hádegið. Þannig að eitthvað tefjast myndirnar sem farið er að þýfga mig um. Sjáum til. Annars er skemmtidagskráin geysiþétt næstu 11 dagana, margt og mikið til að hlakka til.

Labels: ,