Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, juni 08, 2008

Næstum þv

Var tilbúinn í gær að biðjast afsökunar á að spá svona mörgum mörkum, aftur, en Portúgalir náðu að bæta við þannig að ekki var ég of langt frá. Samt ekki nógu sannfærandi. Hrikalegt að sjá tæklinguna á Nani undir lokin, hreint rautt spjald, en ég var alveg með á hreinu þegar hann var að veltast þarna að lokin. Það var ekki fyrr en í endursýningunni að groddaskapurinn sást. Portúgalir fá ekki neitt gefins í þessari keppni, það er svona að hafa verið að hrópa 'Úlfur, úlfur' í mörg ár.
Spá dagsins:
Austurríki - Króatía 0-2
Þýskaland - Pólland 1-0
Annars er ég of slappur til að hjálpa til í pallasmíðinni í dag, það gengur bara vel. Ekkert verra að slappa aðeins af eina helgi. Planet Earth hjálpar til, þvílík fegurð.

Labels: ,