Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, mei 12, 2008

Meistarar!

Morguninn eftir meistaratitil er sætur. 10 titlar fyrir Sörinn og Ryan, og Scholes með átta ef mér skjátlast ekki og þar með búinn að jafna Hansen og Neal. Sætt að okkar titlahæstu menn eru sóknarsnillingar en hjá Liverpool eru það varnarmenn... segir svolítið, kannske.
Þegar litið er fjögur ár aftur í tímann byrjuðum við tímabilið með leik á móti Chelsea sem tapaðist naumlega, 0-1. Miðjan þann dag var Fortune, Miller, Djemba-Djemba og Giggs. Scholes og Alan Smith voru frammi og Keane í vörninni ásamt O'Shea, Silvestre og Gary Neville. Tim Howard var í markinu. Saha og van Nistelrooy voru meiddir og bekkurinn var Ricardo, Phil Neville, Bellion, Richardson og Forlan.
Það er fátt sem sýnir jafn vel hversu stórfenglegt uppbyggingarstarf hefur verið unnið síðan. Af þessum eru Giggs og Scholes enn í fremstu röð, O'Shea varamaður, Silvestre og Che Neville spila ekkert vegna meiðsla þetta árið og Saha er bara Saha. Aðrir eru farnir.
Ronaldo var kominn en spilaði ekki þennan leik og nokkrum vikum síðar var Rooney keyptur. Það tók tvö Chelsea sigurtímabil til að brjótast út úr púpunni og fjórða stórlið SAF er orðið raunin. Núna þarf bara smiðshöggið, sigur í Moskvu.
En hvað sem hver segir, þegar ég verð beðinn um besta byrjunarliðið sem sent hefur verið út á völlinn til að sigra og spila 'the United way' er enn langt í að þeir Schmeichel, Parker, Irwin, Bruce, Pallister, Keane, Ince, Kansjelskís, Giggs, Cantona og Hughes missi heiðursæti sitt í mínum huga.

Labels: ,