Einu lokið og annað tekur við
Eins og ætið á vorin, þá taka leiktíðirnar við hvor af annarri.
Fyrsti leikur Víkings í fyrstu deild hefst eftir 40 mínútur. Liðinu er spáð góðu gengi í sumar, vonandi að það gangi eftir, en gamlir stresshausar eins og ég eru alltaf svolítið svartsýnir, a.m.k. áður en vitað er hvernig liðið stendur sig í alvöru leikjum.
Það ætti þó alla vega að vera betra sumar í ár en fyrra hvað eitt varðar, ég sá nefnilega ekki einn einasta sigurleik Víkings í fyrra, þeir voru fáir og ég missti af þeim öllum.
<< Home