Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, december 19, 2004

Óþolandi

Til að komast í jólaskapið ætla ég að létta á mér og telja upp ýmislegt óþolandi:

  • Fólk sem finnst réttritun vera óþarfa föndur í skrifum. Þegar málfarsvillur eru farnar að vaða uppi í Morgunblaðinu er fokið í flest skjól. Og hvaða fávita datt í hug að "Pólarhraðlestin" væri rétt íslenska?

  • Efnavopnahryðjuverkamennirnir í Lush í Kringlunni. Er ekki nóg að undir venjulegum kringumstæðum þurfi ég heilan pakka af pappírsvasaklútum vegna þess hvað mér vöknar illilega um augun í loftræstingarloftinu þar inni?

  • Að fallegt kvenfólk heilsi mér á hraðferð götu og ég sé svo blankó að ég geti ekki með nokkru móti kveikt á því hver þetta geti verið