Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, december 04, 2004

*fwoom* Vikan leið hjá. Gerði sumt smálegt sem þurfti að græja.
Komst ekki á Miracle, og gerði fátt í vikunni fréttnæmt. Ætla að taka helgina eins og þetta sé síðasta helgi fyrir jól, sjáum til hvort það tekst. Búðarleiðangurinn er á eftir. Og jólakortin á morgun, klikkaði á því um síðustu helgi.
Jólalöginn öll sorteruð í iTunes, svo er bara að færa yfir á iPoddinn og ég verð gangandi jólaDJ :-D
Það var gaman að sjá hvað netmiðlarnir voru með á nótunum á gjaldeyrismarkaði í gær, 3% styrking um tíma og kl 11 var mbl.is (dýrasta blogg landins??) með frétt um að KB banki spáði gengisstyrkingu í kjölfar vaxtalækkunar. Þá þegar var komin 2% styrking. frettir.com hefðu verið með fingurinn betur á púlsinum...
Reyndar ætla ég að hefja upptalningu: 1...2...
Og hana nú.