Gleðilegt ár
Enn eitt árið...
2005 í stikkorðum: Nanci, Berkeley og DC, eiturdvergur, Róm, Víkingur fór upp og England vann Ashes, sömu helgina, horfnir vinir, ættingjar og hetjur.
Þyngdist slatta, léttist verulega og þyngdist aftur, þó ekki alveg í sama of fyrir ári, þökk sé bringubeinsbrotinu.
Það sem 2005 er semsé eftirminnilegt fyrir eru það sem kalla mætti ytri persónulegar aðstæður, annað breyttist lítið. Þetta var ágætt ár.
Gamlárskvöld með því sem nú má kalla hefðbundum hætti, eyddi þeim með þrem vinahjónum og börnum þeirra. Tiramisùið sló í gegn eins og alltaf. Kvöldið var næs, við röltum upp Grafarholtið í betra útsýni og gerðum upp árið eins og hefð er og sátum svo við kampavínssötur fram eftir nóttu.
Eins og venjulega voru strengd áramótaheit, í fyrra voru mín ein 6 og flest gengu eftir (bringubeinið sá um þyngdina) , en núna voru þau bara tvö, ég hef engin háleit markmið á árinu nema að fara að rækta aftur þegar beinið er gott og reyna að hlaupa meira. Það er alveg að koma.
Gleðilegt ár öllsömul, þakka liðið og lesturinn á síðasta ári!
<< Home