Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 30, 2005

Brot úr lífi

Kom heim á þriðjudaginn eftir indæla vikuferð. Eins og ég hef minnst á var hápunkturinn, og ástæðan fyrir ferðinni tónleikar Nanci Griffith í Corn Exchange í Cambridge. Þetta var eins frábært og ég vonaði. Sessunautar mínir fóru fyrst á tónleika með henni '88 og sögðu þessa einhverja þá bestu. Kynningarnar á lögunum voru meiriháttar skemmtilegar. Fyrir þá sem vilja þá byrjaði hún tónleikana af lagi af nýjustu tónleikunum. (Þetta dettur út eftir nokkra daga).
Queen söngleikinn fór ég á með helmingnum af City Hill hjónunum, Gísla Kaupthing London manni og fyrrverandi fjárstýringargaur og hans Halldóru. Söngleikurinn kom mjög á óvart. Ég bjóst við að hvorki yrðu lögunum gerð nógu góð skil, né að sagan í kring væri ekki gerð nógu vel. Hvorugt reyndist raunin og þetta var dúndur. Á eftir komst Sigurgeir loks úr vinnunni, farið var á Hakkasan og góðum kínverskum mat gerð skil.
Á sunnudag hitti ég bandaríska frænku mína og mann hennar. Það var að vonum indælis hittingur, sem og á mánudag þegar ég hitti einhvern elsta vin minn í Bretlandi. Við rifjuðum sem endranær upp þegar við ásamt tveim öðrum hittumst á fyrsta a.f.p. pöbbafundinum sem ég fór á og hryllti við að það væri að slá í 10 ár. Þetta var síðasta kvöldið mitt í Warwick og lestarferðin til Glasgow daginn eftir var ekki æði.
Mér finnst alltaf jafn hræðilegt að koma að innritunarborðum Flugleiða erlendis. Um leið og maður nálgast þá byrja kunnugleg ("Þetta er örugglega Íslendingur") eða jafnvel kunningjaleg andlit að birtast og fyrr en varir byrjar maður að heyra þetta hrognamál sem við tölum, oftar en ekki í ánalegum samræðum sem sanna að þetta er í fyrsta skipti sem viðkomandi hefur verið hleypt úr landi og að það hefðu líklega verið mistök. Jájá, kallið mig bara hrokafullan. En þetta er svona slæm leið til að gera manni skiljanlegt að frí sé á enda runnið.
Keypti nóg af bókum. Keypti nýja bók eftir Fforde, las hana í gegn, þótti hún ekki mjög fyndin en þó skárri heldur en þriðja bókin hans sem ég er búinn að dissa hér vel. Var svo í bókabúð daginn eftir, sá Something Rotten. Og áttaði mig á því að ég hafði keypt og lesið Well of Lost Plots án þess að gera mér grein fyrir að ég á hana og hún var einmitt "þriðja bókin sem mér þótti hún skárri en". Sko, ég hef keypt eða tekið á safninu bækur sem ég hef lesið áður án þess að átta mig. En ég hef aldrei keypt og lesið heila bók sem ég á fyrir. Segir það ekki allt um þessa bók??
En Something Rotten er þó nokkuð betri. Sé á Amazon að nýja bókin í harðbandi verður ekki Thursday Next heldur Jack Spratt bók. Veit ekki hvort það verður mikið betra.
Annars keypti ég nýjar kiljur eftir Peter Hamilton, Ken MacLeod, og ekki síst Confusion eftir Neil Stephenson. Hún er frábær eins og fyrsta bókin í seríunni. Hlakka til að lesa System of the World. Hamilton er aftur kominn vel út í geim eftir tvær slakar bækur, Pandora's Star er alveg að gera sig það sem af er. MacLeod er líka á nýjum slóðum sem er gott, hef ekki enn klárað síðustu bókina hans, var soltið þreytt.
Svo er R-ið komið frá Grafton, barasta fínasti reyfari og minna vesen og leiðindi en í síðustu bókum.
Búinn að hafa hægt um mig síðan ég kom, með kvefsnuddu og nóg að gera í vinnunni. Á morgun þarf ég að klippa hekk og taka til í garðinum. Það verður næsta leiðinlegt.
Þakka þolinmæðina :)

vrijdag, april 22, 2005

Frrrrrrábært

Tónleikarnir í gær voru æðislegir. Reyndar voru áheyrendur helst til rólegir, sungu hvorki né klöppuðu með þó þeir væru beðnir um það!
Kominn aftur til London, We Will Rock You og eitthvað meira eftir það í kvöld
Búinn að kaupa 5 bækur og lesa 3. Ljúft!

donderdag, april 21, 2005

Sumar

Hér í Cambridge er veður sem sæmir sumardeginum fyrsta, sól og hlýtt. Er kominn með miðann á Nanci tónleikana í hendurnar. þetta er bara frábær dagur.

dinsdag, april 12, 2005

.ed.ac.uk

Varst þetta þú, Snorri?
:-D
Hollaðu!

Þriðji í bæli

Einn dag í viðbót, til að vera viss. Brennt barn forðast eldinn og eftir fyrravetur þá tek ég enga sénsa á langvarandi slæmsku.
Undir sæng með fartölvu og götusögur frá New York sem er bara það fyndnasta sem ég hef séð síðan... á föstudaginn þegar mér varð ekki ósvipað við og Stóradómaranum. Það þurfti að binda upp á mér hökuna og næstum skafa mig upp af gólfinu eftir að ég hafði séð þetta tónlistarmyndband. Munið krakkar, aldrei að dissa mömmu!

maandag, april 11, 2005

Afmælisgjöf

Nú er ég búinn að finna það sem mig langar í. Nýtt úr
Það er ekki eins og þetta sé dýrt. Litlar 6,3 millur fyrir utan skatt fyrir ódýrasta stykkið. Þið vitið þið elskið mig öll.

Bólginn háls

Það er skömminni skárra að vera veikur á mánudegi en föstudegi.

zondag, april 10, 2005

Lifi byltingin!

Svona á þetta að vera! Heilagt stríð Unítara Og ef þú vilt vera með, geturðu fengið dulnefnið þitt hér.
We have not been born again, nor have we sworn a blood oath. We do not think that God cares what we read, what we eat or whom we sleep with.
We are Unitarian Jihad! We can strike without warning. Pockets of reasonableness and harmony will appear as if from nowhere! Nice people will run the government again! There will be coffee and cookies in the Gandhi Room after the revolution.
Bestu kveðjur
Brother Katana of The Loving Kindness.

Urrrr

Hiti og hálsbólga. Frestaði matarboðinu um 24 tíma, vona að ég nái því. Ef ekki þá á þriðjudaginn. Og ef gestirnir komast ekki þá, þá verður bara einhverjum öðrum boðið, enda allt til í kælinum.

zaterdag, april 09, 2005

Orðlaus

0-2 gegn Norwich. Þetta var ekki að gerast...

Wooh

Þetta var spennandi. Á endanum vann Hedgehunter örugglega, en dramað kom við Becher's Brook í seinna skiptið. Laust hross vildi ekki reyna við eina svaðalegusta hindrunina hljóp. Hljóp fyrir Clan Royal sem var fyrstur þegar það var og neyddi Clan Royal út í horn og McCoy féll af.
Fjör!

Flott hross

Grand National er um það bil að byrja. Ef ég hefði veðjað myndi ég setja smá á Clan Royal. Tony McCoy tekur þetta lokins.. En dj væri flott ef Forest Gunner tekur þetta og Carrie Ford verður fyrsta konan til að vinna. Forest Gunner er orðin 2nd Favourite á 9-1, Clan Royal á 10-1. Ef Carrie vinnur þurfa veðmángarar að punga út miklu. En Hedgehunter er favourite.
Flottustu nöfnin eru Iznogud (Fláráður stórvesír) og Astonville. Nil Desperandum ekki slæmt heldur.

donderdag, april 07, 2005

Viðskiptablað Moggans

Viðskiptablaði Mogga myndi takast allverulega betur að sýna að þeir geti sinnt faglegri umfjöllun ef þeir tækju ekki fyrir eitt af viðkvæmari málum í fjármálum heimilana á þann hátt að láta félagsfræðing fá heilsíðu fyrir tuð sitt, óáreittur og án þess að skoðana annarra, og þá jafnvel hugsanlega fagmanna, sé leitað.
Ég sé sérstaka ástæðu til að taka fram að þetta er skoðun mín og endurspeglar ekki endilega skoðanir vinnuveitanda míns eða samstarfsfélaga, enda er mér ekki kunnugt um þær skoðanir á málinu ef einhverjar eru.

Bókstafurinn

Hvort skyldi það vega menn í átt til vantrúar eða bókstafstrúar að sjá Séra Gunnar og Séra Bjarna debattera Orð Guðs í sjónvarpinu áðan?
Gamla góða pic'n'mix... fyrirgefið, ég meina blandípoka þjóðkirkjan á ekki roð í þá sem virkilega trúa. Sem auðvitað leiddi bara til einnar niðurstöðu fyrir mig.

Ert'ekkað spauga!

Níu stiga frost í morgun. Þetta er ekki fyndið. Nýkominn úr heitu nuddbaði. Nokkurn veginn þiðnaður.

zondag, april 03, 2005

Afmæli

Þetta var með betri afmælisdögum. Fyrir utan klukkutíma bið eftir leigara...
Sjö og hálfur tími í fermingarveisluna...

zaterdag, april 02, 2005

Níundi áratugurinn

Sumir segja að Morgunverðarklúbburinn sé sú besta, aðrir vilja meina að það sé Sæt í bleiku. Sjálfur stend ég fast við þá skoðun mína að Segðu eitthvað... sé alltaf jafn frábær.
En besta unglingamynd níunda áratugarins er og verður Villuljós. Og ég var rétt í þessu að klára að horfa á hana.
Á eftir ætla ég að halda áfram að halda upp á afmælið mitt með því að fara í 1500 manna veislu. Beat that for a birthday party!

Kókópöffs

Kókópöffs í morgunmat er gott nammi. Gamlar og góðar hefðir eru skemmtilegar.