Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 31, 2005

Hnjask

Til hvers að fara í baknudd ef svo sirka tveim tímum síðar ökklinn tekur upp á að væla ógurlega undan verkjum og sting þannig að varla er hægt að stíga í. Án þess að nokkuð virðist hafa gerst til að orsaka þetta.
Og engu betra nú í morgunsárið.
Æ skítt meðða. Farinn í vinnuna. Og vona að gamall félagi sem ég rakst á í gær sjái sér fært að kíkja í heimsókn í dag áður en hann fer af landinu á morgun.

zondag, mei 29, 2005

leti leti leti

Eina sem ég hef komið í verk um helgina var að spreða fíflaeitri á flötina og stéttina. Það er allt og sumt.
Á föstudagskvöld var gott djamm í Heiðmörk. Það virðist hafa verið regla kvöldsins að rútur fóru villur vega. Í mínu tilviki sneri rútan við þegar kom að brú sem ökumaðurinn þorði ekki yfir. Síðan var sofið út. Sem á þessum bæ þýðir að vakna 10.
Hápunktur laugardagsins var síðan þegar Ungmennafélagið Ólafsvík var rassskellt fyrir að dirfast sigla undir fölsku nafni. Stærsti sigur okkar síðan 1971.
Keypti átta plötur úti. 4 ABBA og 4 Police. Telst til ég eigi fjórar af þeim á vínil og tvær á kassettu. Nú rúlar nostalgía.
Nenni ekki á Stjörnustríð í kvöld, held ég kíki aðeins á svarthvíta leikinn í sjónvarpinu. Ætli litaviðkvæmnin sé ekki svo mikil nútildags að annað liðið verði í lit? Hah. Sú var tíð að það þótti ekki vandamál að sýna Val - Fram í svarthvítu...
p.s. Hef aldrei gist á eins ógissligu móteli og því sem Icelandair, eða öllu heldur rútubílstjórinn þeirra holaði okkur niður á í Baltimore. Þarf að skrifa skammarbréf á morgun til þeirra, birti það svo hér.
p.p.s. Jú og þó. Herbergið sem ég var í hálfa nótt í Alice Springs var með litlum sandbing við rúmið. Held það hafi verið maurar. En herbergið sem ég fékk seinni nóttina (bað ekki um skipti, fór í millitíð) var fínt.

vrijdag, mei 27, 2005

Kominn heim

Kom heim í fyrrakvöld. Meira síðar.

zondag, mei 22, 2005

Kafli III

Var svo sniðugur að tékka á netinu á síðustu stundu í gærmorgun og komast að því að bara 3 barir í bænum sýndu leikinn, með 20 dollara aðgangi. Tók taxa upp í Height og horfði á þjófnaðinn.
Síðan fór ég yfir flóann, rölti um Berkeley áður en við komum aftur hingað og fórum á Kafla III.
Án þess að vera með spoilera er nóg að segja að mér fannst hún bara meiri háttar. Mun betri en I og II og líka betri en RotJ. Það er ekkert flóknara.
Létum eftir okkur að fara á hana í IMAX salnum. Jújú. RISAstórt tjald, en það var oft sem myndin á tjaldinu væri með skekkjum... skrýtið. Og hljóðið SÖKKAÐI feitt. Þarf þ.a.l. að fara á hana aftur. Ætli hún sé ekki sýnd í Kringlubíó?

zaterdag, mei 21, 2005

Borgin við flóann

Búinn að vera í Borginni við flóann í tvo daga. Var í útskriftarserimóníu við Börklei í dag, en víst ekki þar með sagt að vinkona mín sé útskrifuð. Til þess þarf víst einhvern pappír sem kemur í pósti eftir einhverjar vikur. Það er svona að hafa útskrift að því er virðist daginn eftir deadline. Var m.a.s. einn piltungur þarna í skikkju með hatt sem útskrifast ekki tæknilega fyrr en á næsta ári. Margt skrýtið í kýrhausnum.
En nú er best að fara að huga að koju. Kl. 7 í fyrramálið að staðartíma ætla ég að vera búinn að tylla afturendanum á barstól hér í næstu götu og biðja þjóninn að stilla á rétta stöð. En það er víst of mikið að ætlast til að vínveitveitingaleyfi hér í borg gildi á þessum tíma. Síðan verður sveiflað yfir, eða undir flóann og deginum eytt í góðra vina hópi, sem endar vonandi á Kafla III.
ps: Holy schmamoly. Allstaðar í heiminum eru Íslendingar að gera ótrúlega kúl hluti.

maandag, mei 16, 2005

Vosbúðartún

Þetta er búið að vera kannske aðeins rólegra en ég bjóst við um helgina, en engu minna skemmtilegt. Lenti í Boltameri síðla föstudags og var varla kominn á endanlegan áfangastað í Maríusveit þegar fólk fór að láta sjá sig í reyndar fámennt, en góðmennt og rólegt partí. Einhverjir mundu eftir mér frá síðastu viðkomu minni á svæðinu en ég verð að viðurkenna hriplekt minni sem fyrr, enda engar myndir frá þeim tíma til stöðugrar áminningar. Einhvern tímann í morgunsárið að íslenskum tíma gafst ég upp og fór í koju. Laugardagurinn fór í að keyra hér norður eftir og rölta upp á lítinn fjallstind. Þrjú saman með tvo hunda, annan blindan sem gerði þetta vissulega aðeins athyglisverðara. Um kvöldið var farið á klúbb og af ýmsum ástæðum var þetta sem fyrr segir, aðeins rólegra en búist var við, en engu minna skemmtilegt. Gærdagurinn var undirlagður af tæplega fjögurra tíma 'hádegisverði' sem fer beint á topptíu yfir eftirminnilega málsverði. Ekki síður eftirminnilegra var að taka í Z4 á sveitavegum Hreinmeyjarsveitar.
Njótið afgangsins af hvítasunnuhelginni, planið í dag er að skreppa niðrí Vosbúðartún, veifa Runnanum úr fjarlægð og steðja síðan í sendiráðið til að hefja hádegisverðarhitting. Eftirá gæti fundist tími til að skoða eitthvað safn eða þvíumlíkt. Í kvöld verður verður svo enn frekari vambarkýlingur.

vrijdag, mei 13, 2005

Djamm

Það er hörku djamm helgi framundan! Þetta verður frábært!
Búinn að vera að drepa niður vöðvabólgu í vikunni, hefur gengið vel. Annað í vikunni hefur farið frá því að vera ömurlegt, áfram yfir í skelfilegt, með hjáleið inn í súrrealískar samsæriskenningar og vitleysu með endastöð í algerum harmleik

zondag, mei 08, 2005

Lifandi

Ég man ekki hvenær ég var síðast svona kúguppgefinn.
En ég er á lífi.
Spætan að maður þurfi í ræktina í fyrramálið

Grafinn

Arg.
Þarf að grafa upp allt hekkið. ekki nóg pláss veggmegin við það. Tæplega hálfnaður eftir rúmlega klukkutíma puð. I wasn't made for this...

zaterdag, mei 07, 2005

Tættur

Grasflötin lítur illilega út. Búinn að fara tvisvar yfir þá neðri og einu sinni yfir þá efri með tætara. Fjórir stórir ruslapokar af mosa fóru.
Á morgun fer ég amk tvisvar yfir efri, einu sinni yfir þá neðri og ber svo á, og sái í.
Þá þarf ég líka að moka frá steypta kantinum yfir skúrunum. Það gæti orðið erfitt, restin af hekkinu er svo nálægt,
Shite. Ég er næstum farinn að hafa gaman af garðvinnu.
En núna er ég með tak í bakinu og United er að byrja!

dinsdag, mei 03, 2005

Spurningar alltaf eru þetta.

jújú... ég gerði sona líka:
Spurningar um Björninn. Ekki láta neinn email sem ykkur er sérlega vænt um að fái neitt spam þarna, niðurstaðan birtist engu að síður.

maandag, mei 02, 2005

Meiri snóker

Frábær spilamennska, hörkuspenna og ævintýrin gerast enn. Sean Murphy er heimsmeistari, sá næstyngsti frá upphafi (22ja, ári eldri en Hendry), annar til að vinna eftir að fara í gegnum undanrásir (hinn var Terry Griffiths) og enginn hefur leikið fleiri leiki til sigurs (2 undanrásaleikir). Og þvílíkur spilari.

Snóker

Þetta er hörkuspennandi úrslitaleikur á HM!

zondag, mei 01, 2005

Garðvinna

Garðvinna er ömurleg. Ég vil flytja aftur í blokk. Og þó...
Búinn að hirða mesta ruslið úr garðinum og klippa hekkið niður við rót. Erla hans Jóns frænda míns reyndist betri en engin, skaffaði klippurnar, snyrti restina af hekkinu og sá um að koma draslinu burt ásamt dótturinni. Dóttirin fær fimmhundruðkall, en ég sé um tölvuþjónustu hjá þeim á móti. Er þó betur settur en áður eftir síðustu hreinsun því ég heimtaði þá að þau notuðu Firefox og hótaði að hætta að hjálpa ella :-D
Fyrir (reyndar áður en ég keypti):

Eftir (núna áðan, þetta á eitthvað eftir að blómstra þarna):

Hekkið var hálf illa farið og farið að vaxa vel útfyrir grindverk. Og svo þarf að fara að vinna þarna við skúrþakið þannig það er fínt að rumpa þessu af. En kvefið versnaði fyrir vikið. Þess vegna ætla ég að vefja mér inn í nýja flíssloppinn minn og horfa á United núna.
Bókabéusum er bent á að nenna að lesa færsluna fyrir neðan þó löng sé, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.