Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, december 24, 2007

Gleðileg jól!

Jólastússið var óvenjulítið þetta árið og allt er tilbúið nema að pakka inn nokkrum gjöfum. Ætla að gera það meðan ég horfi á Hogfather. Fór í gamla kirkjugarðinn í morgunn í þessari líka jólalegu hundslappadrífu.

Þá er ekkert annað eftir en þetta:
Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

og ekki má gleyma, eins og ég var næstum búinn að, hinum árlega jólasveini:
Spur jólastelpan

Labels: