Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, april 24, 2008

Sneitt hjá ... næringu???

Það hefur löngum verið greið leið fyrir kuklara að fá heilsíður fyrir fúsk sitt birtar í fríblöðunum tveimur, en nú hafa 24 stundir slegið öll met:
"Í meðferð sinni leggur Agniezka áherslu á breytt mataræði þar sem sneitt er hjá prótínum, fitu og kolvetni". 24 stundir, 24.apríl 2008, bls 50
Mér fallast hendur og mig skortir orð. Ljóst er að blaðamaðurinn Einar Jónsson er yfirgengilega fáfróður, hvort sem hann étur þetta beint upp eftir kuklaranum eða þetta er einhvers konar þýðingarvilla. Þar af leiðandi er allt sem svona 'blaðamaður' skrifar dautt og ómerkt.
Það breytir síðan í sjálfu sér litlu um læknismenntaðan kuklarann hvort þetta er rétt eftir haft eða ekki, allt annað sem hún segir dæmir sig sjálft og þetta er bara dropinn sem fyllir mælinn.
Annars var gærkvöldið ágætt, eyddi því í slíkum prýðisfélagsskap að það skipti litlu þó Barcelona - United leikurinn hefði verið næsta dapur.
Gleðilegt sumar!

Labels: , ,