Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, november 03, 2007

Beðið með eftirvæntingu

Fór aðeins út á lífið í gær, var frekar stilltur og vaknaði hress og kátur, dreif mig í ræktina núna áðan og bíð nú spenntur eftir Arsenal -United. Yfirleitt eru stórleikir lítið fyrir augað, járn í járn, en liðin hafa bæði verið að spila geysifagran fótbolta og ef bæði halda sig við það gæti þetta orðið klassísk viðureign. Ég hlakka ofsalega til.
Heyrði í einum dyggum lesanda á fimmtudaginn sem kvartaði undan því að þetta væri lítið annað en boltatuð og vildi heyra eitthvað um menn og málefni. Ég legg eiginlega ekki í það, það geta allir sem eitthvað þekkja til mín, þó ekki nema af þessu bloggi væri, hvar ég stend í helstu umræðuefnum vikunnar og finnst satt að segja mótrök í sumum málum svo gjörsamlega glórulaus að það er ekki orðum eyðandi á.
Á hinn bóginn fagna ég vaxtahækkun Seðlabanka. Það er orðið morgunljóst að þenslan er bara á leiðinni áfram og það verður að reyna allt til að draga úr neyslunni. Meira að segja hjá mér dregur þetta úr græjufíkn. Svolítið allavega... Hagfræðin, hin döpru vísindi. So true.

Labels: , ,