Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, november 07, 2004

Fimm bóka dagur

Búin að vera ágæt helgi. Skrapp á safnið í gær í fyrsta skipti í nokkurn tíma og kom heim með 10 bækur. Tvær sem ég held ég sé að spara mér að kaupa (Bettý og nýjustu J.Kellerman innbundna). Restin svona bland af þekktu (2 Paretsky og 1 Koontz sem ég á til að kaupa) og SF/F bækur eftir höfunda sem ég hef heyrt af en ekki prófað.
Og í tilefni þess að skv óvísindalegri vefkönnun lesa 46% samstarfsmanna minna 5 bækur eða færri á ári (7% 0, 39% 1-5) er ég búinn að renna mér í gegnum jafnmargar bækur eða fleiri en um helmingur samstarfsmanna minn les á ári. Hillerman, Kellerman, Koontz, Bettý, og Eins konar ég. Það er eiginlega svindl að taka með íslenskar, ég var tvo tíma með þær, Bettý er óttalega þunnur þrettándi. Er svo kominn á bls 100 í Hammerfall eftir C.H.Cherryh, sjáum til hvort ég næ að klára hana í rúminu á eftir.
Væri eflaust búinn að því ef ég hefði ekki farið á hina frábæru B-mynd, Himinkafteinninn og heimur framtíðar núna í kvöld. Meiri háttar flott mynd.
Það er gott að taka svona dag. Er búinn að vera með alltof mikið af bókum í gangi þar sem mér gengur ekki neitt að komast í gegnum. Quicksilver eftir Stephenson er reyndar að ganga ágætlega, en mig hefur vantað smá ákefð í bili. Held hún sé komin núna.