Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, november 06, 2004

Robert Merrill

Rakst á þessa viðbót við eftirmæli um Robert Merrill.
Upphaflega greinin er pay-per-view, og ég er glaður yfir að hafa fundið þessa, en finnst óskiljanlegt hvernig þetta hefur gleymst upphaflega.
Perlukafaradúttinn þeirra Jussi er fallegasti óperusöngur sem ég hef heyrt og minnir mig að auki alltaf á þegar ég fór á Perlukafarana í Sidney. Fjærri því jafn góður söngur og restin af óperunni vel gleymanleg, en að standa í hléinu og horfa útum þessa ofurstóru glugga yfir myrkan flóann og ljósin handan hans er það ekki.