Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, november 27, 2004

Eftirsjá

Hvernig gat ég vitað? Hvernig átti ég að vita? Það var ekki eins og þeir væru með sérgigg. Þetta var bara 45 mínútna sett á festivali hélt ég (2 tíma sett í raun) og ég var gunga í að drífa mig á svona stóratburð einn og enginn úr skólanum sem ég þekkti ætlaði. Miklu frekar að fara sérferð næst þegar þeir tækju Wembley.
Hvernig gat ég vitað að 19. júlí 1986 í Köln yrði fyrsta og eina tækifæri mitt til að sjá bestu hljómsveit allra tíma?
21 degi síðar spiluðu þeir á síðustu tónleikunum.
Hlutfall milli þess sem ég sé eftir að hafa ekki gert og þess sem ég sé eftir að hafa gert er svona 90/10.