Góð og slæm úrslit
Eftir þennan ömurlega leik minna mann í gær og sanngjörn, en blóðug úrslit hef ég ekki einu sinni fengið mig til að lesa um hann í blöðunum og set strik undir hann hér með.
His vegar endaði FC United of Manchester í öðru sæti í sinni deild og er komið í umspil um sæti í 7. deild (Unibond Premier League). Um tíma leit út fyrir að liðið næði ekki umspilssæti en hlutirnir breytast skjótt og eftir sigur Woodley Sports á Bradford Park Avenue fyrir 10 dögum var meira að segja möguleiki á ná efsta sætinu af þessu sögufræga Bradford liði. Woodley Sports var einmitt liðið sem ég sá FCUM gera jafntefli við í haust. En Woodley voru ekki búnir, FCUM gerði jafntefli við þá á miðvikudag og þrátt fyrir sigur í gær var BPA stigi á undan þegar upp var staðið. Woodley endaði hins vegar í næst neðsta sæti.
Undanúrslitaleikurinn verður á miðvikudag og úrslitaleikurinn á laugardag.
<< Home