Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, mei 18, 2008

Sigur í annarri tilraun

Ekki hafði ég mörg orð fyrsta leikinn, tap gegn Selfossi var óþarfi, missa mann útaf í algerri vitleysu og tapa niður unnum leik. Rétt þó að minnast á að þetta var fyrsti leikur sem systkinin úr Logalandinu koma á.
Þetta var betra í dag. KA tekið á hraðanum í fyrri hálfleik, 2 mörk á 1 mínútu og síðan maður rekinn útaf sem ég sá ekki hvað var, strax í upphafi seinni hálfleiks. Það var samt eins gott að Høyer setti eitt beint úr horni, því KA sótti og sótti undir lokin án þess að hafa erindi sem erfið. Góð þrjú stig í hús, en enn þarf að bæta í.
Á morgun verður síðan brotið undan svölunum hjá mér... komst að því að þar er allt vel sprungið og gott ef ekki hálflaust. Ekki seinna vænna að byrja niðurbrotið enda verður garðurinn fjarlægður í vikunni. Allt að gerast í G22

Labels: , ,