Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, januari 29, 2006

United liðið mitt

Best að stinga nefi undan sæng (í óeiginlegri merkingu) og koma með það sem ég var búinn að lofa. Hér er besta United liðið valið úr þeim hópi sem hefur spilað með liðinu síðan ég fór að fylgjast með boltanum
Schmeichel
Neville (G) - Stam - Pallister - Irwin
Beckham - Keane - Robson - Giggs
Cantona
van Nistelrooy

Janúar er að renna sitt skeið á enda og vonandi verður febrúar ekki meira en 28 dagar. Þá fer land að rísa. Frekar andlaus þessa dagana. Tók ekki LotR maraþon í gær, vann í staðinn. Enda litlar undirtektir hér fyrir gestakomu. Hef verið að bíða eftir að geta teki maraþonið og ekki horft á neinar af myndunum stakar í lengri tíma. það eru líklega mistök. Ekki að það sé ekki nóg að horfa á, á sér í lagi inni að horfa á 5 seríu af B5 og 7. af Buffy á DVD, langt síðan ég horfði á þær síðast á vídeó(B5) og tölvuskjá(BtVS). Er þó að klára að rúlla í gegnum síðasta Angel. Á kostnað bóklesturs.
Það klukkar mig enginn, en ég held ég rúlli í gegnum Fjóra hluti memið við tækifæri.

maandag, januari 23, 2006

Besta United liðið

Þetta var ljúft í gær. Ef nágrannarnir voru ekki með á hreinu að það er stundum hópur United manna að horfa á leiki á númer 22, þá hljóta þeir að vita það núna.
Í tilefni þessa ætla ég að skella fram United liðinu mínu. Ég endaði á að búa til þrjú lið og til að treina þetta aðeins og neyða sjálfan mig til bloggfærslna ætla ég að birta þau í skömmtum.
Fyrst kemur besta United lið sem leikið hefur saman. Fyrir alla fædda eftir sirka 1953 er þetta einfalt:
Schmeichel
Parker - Pallister - Bruce - Irwin
Kantsjelskís - Keane - Ince - Giggs
Hughes - Cantona
Þetta lið byrjaði 11 leiki, unnu 10 og gerðu eitt jafnteflibyrjaði 12 leiki, unnu alla, skoruðu 24 mörk og fengu á sig 3 og smiðshöggið var 4-0 sigur í bikarúrslitaleiknum 1994. Firnasterk vörn, grimm miðja, fljúgandi kantmenn og Le Dieu. Betra gerðist það ekki.

zaterdag, januari 21, 2006

Ljúfur laugardagsmorgun

Nú er ég líklega búinn að hrekja frá mér flesta lesendur sem koma beint inn á síðuna án þess að nota rss-lesara. Veit ekki hvort það var takmarkið.
Vegna bloggleti undanfarið má búast við langri færslu...
Fyrst er að nefna að ég er búinn að græja að komast aftur þráðlaust á netið. Kjöltukisinn minn tók upp á því að harðneita að tengjast þráðlausa netinu gegnum ráter símans (speedtouch drasl) og á endanum áttaði ég mig á að tengja gamla góða WRT54g-inn beint við símaráterinn og nota það þráðlausa net. Reyndar nokkur stillingavesen og þó ég geti ráfað um alnetið vill kisi ekki sjá borðtölvuna né öfugt. Enn.
En þetta þýðir auðvitað að ég liggi í makindum í bælinu og blogga. Sem er prýðilegt svona á laugardagsmorgni eftir djamm. Eftir vinnu í gær var haldið á Amokka, þaðan í Oratorsvísindaferð í bankanum, Tapas og svo að sjálfsögðu á núverandi félagsheimili vinnunnar, Oliver. Anna (ekki.is) var duglegri en ég og bloggaði strax við heimkomu, þó nokkru betra úthald en ég greinilega. Ég var bara ekki í nægilega góðu djamm formi, sá að mér á Tapas og hætti drykkju að mestu. Fyrir eitt var ég síðan alveg búinn á því og hélt heim. Vissulega hefði verið gaman að vera lengur en það var ekki val. Fjórða djammhelgi í röð, fyrir tveim vikum var ég með bandarískri frænku og manni henni að sýna Oliver og þá var ekki farið heim eitt. Síðasta laugardag var starfsdagur á Nesjavöllum og þá var reyndar farið heim tvö, en ekki komið heim strax. Starfsfélagarnir komust reyndar á Oliver þá, en ekki ég. Þarf að komast í form!
Talandi um það, hef ekki ræktað síðan bringan sagði "Bing!". Mánudagurinn verður fyrsti í rækt, eða ég má hundur heita.
Hef lesið svolítið. Sjá leslistann eins og alltaf. Langar núna mest að panta búnka af Harry Bosch bókum eftir Connelly af amazon og leggjast í reyfara. Aðeins þreyttur á sf og fantasy, búinn að lesa flest það nýja sem mig langar í. Er loksins að horfa á DVDana af fimmtu Angel seríunni, alls ekki slæmt, mátti alveg við smá pásu. Svo við gott tækifæri fer Serenity í spilarann. Sé að United á líka leik á sunnudegi næstu helgi. Ef ekki verður djammað þá gæti laugardagurinn verið rétti dagurinn í Hringadróttinssögumaraþonið langplanaða. Vill einhver koma? 12-14 tímar?
Fótbolti? Tala við ykkur eftir leikinn á morgun. Langt síðan leikurinn hefur skipt okkur svona miklu máli, við erum eiginlega undirhundar og það á heimavelli.
Logi Ólafsson velur Bill Foulkes í bakvörðinn og Best í senter í United liðið sitt. Æ, hvað getur maður sagt? Síðarnefnda reyndar alveg hægt, en kommon! Fyrir þá sem segja Put Up or Shut Up! lofa ég að koma með all time United liðið mitt í sér færslu fljótlega.
Nóg í bili, bloggleti lokið og styttra í næstu færslu

dinsdag, januari 03, 2006

Ósáttur? Nei

Það er varla hægt að vera ósáttur við jafntefli á Highbury. Þó leikurinn hafi verið frekar leiðinlegur.
Næst er það Burton Albion, Siddy og 'púl. Þrír sigrar nauðsyn.

maandag, januari 02, 2006

Gleðilegt ár

Enn eitt árið...
2005 í stikkorðum: Nanci, Berkeley og DC, eiturdvergur, Róm, Víkingur fór upp og England vann Ashes, sömu helgina, horfnir vinir, ættingjar og hetjur.
Þyngdist slatta, léttist verulega og þyngdist aftur, þó ekki alveg í sama of fyrir ári, þökk sé bringubeinsbrotinu.
Það sem 2005 er semsé eftirminnilegt fyrir eru það sem kalla mætti ytri persónulegar aðstæður, annað breyttist lítið. Þetta var ágætt ár.
Gamlárskvöld með því sem nú má kalla hefðbundum hætti, eyddi þeim með þrem vinahjónum og börnum þeirra. Tiramisùið sló í gegn eins og alltaf. Kvöldið var næs, við röltum upp Grafarholtið í betra útsýni og gerðum upp árið eins og hefð er og sátum svo við kampavínssötur fram eftir nóttu.
Eins og venjulega voru strengd áramótaheit, í fyrra voru mín ein 6 og flest gengu eftir (bringubeinið sá um þyngdina) , en núna voru þau bara tvö, ég hef engin háleit markmið á árinu nema að fara að rækta aftur þegar beinið er gott og reyna að hlaupa meira. Það er alveg að koma.
Gleðilegt ár öllsömul, þakka liðið og lesturinn á síðasta ári!