Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, juni 30, 2006

Mistök

Er nú ekki lágmark að vita muninn á Al Gore og Dan Quayle?
Aumt að nota Quayle til að halda því fram að Gore sé fífl. En það er auðvitað allt leyfilegt þegar málstaðurinn er góður er það ekki?
By the way, bankar draga ekki niður með sér skuldara þegar þeir fara á hausinn. A.m.k ekki það ég viti. Ef langtímaskuldabréf eru með ákvæðum um fyrirvaralausa innköllun af bankans hálfu ef banki þarf (þeas fer á hausinn) þá vil ég sjá það sannað. Annað mál með hluthafa í bankanum en innistæður eru að hluta tryggðar.
Aftur, auðvitað má fara með fleipur ef málstaðurinn er góður.

donderdag, juni 29, 2006

Cave Cave

Áður en kerfið hrundi var ég að kaupa miða í 14. röð.
Eftir að kerfið kom upp aftur fékk ég miða í 1. röð. Fannst það of nálægt, bað um annan, fékk 21. röð. Jæks... Bað um annan, júps, aftur í 1. röð. Vonandi verður ekki svitalykt af karlinum.

woensdag, juni 28, 2006

Frábær ferð

Var að koma ofan af Skaga hvar Víkingar sóttu þrjú stig í frábærum sigurleik. 4-1.
Það er náttúrulega súrreal ef við verðum í öðru sæti eftir fyrri umferð, jafnvel þó það verði það þriðja.
Rétt að muna að við erum samt aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Þetta er bara brjáluð spenna.
Ekki einungis voru Skagamenn gestrisnir á vellinum, ég fékk líka þennan fína kvöldverð hjá Brandi félaga mínum og Eddu konu hans.
(úps. gleymdi að ýta á publish!)

zaterdag, juni 24, 2006

Framkvæmdastjóri á lausu


Þessi atvinnuumsókn er ekki ný tegund. Svarið við henni er hins vegar alveg stórkostlegt. Steve Gibson er flottur.

donderdag, juni 22, 2006

Myndir

Hér eru myndir úr brúðkaupinu um síðustu helgi

dinsdag, juni 20, 2006

Jippí

Kominn heim eftir hreinlega frábæra ferð.
Þetta var yndislegt brúðkaup!
Myndir koma síðar, er dauðuppgefinn.

maandag, juni 12, 2006

Þú hringir, við birtum, það ber engan árangur

Eftirfarandi auglýsing birtist í Fréttablaðinu á laugardag:
Renault Megane '98 fæst fyrir lítið vegna flutn. Billínn er Sk '06 og ek. aðeins 43 þús. km. Björn sýnir bílinn að Giljalandi 22, laugard. 10.06 milli kl. 13.00 og 15.00
Reyndar er Meganinn minn '00 og ekinn 35þús. en það er ljóst að þetta er drusla og enginn vildi missa af Englandsleiknum sem var á nákvæmlega þessum tíma til að kíkja á. Ég hefði heldur ekki viljað missa af leiknum. Enda uppgötvaði ég þessa auglýsingu ekki fyrr en í gær að einn rak inn nefið.
Alltaf gaman þegar vinnufélagar manns hugsa vel til manns. Ekki reyna þetta aftur!

vrijdag, juni 09, 2006

þetteraðbyrjaþetteraðbyrjaþett...

Vííííííííííííííí
Ég er kominn í frí út mánuðinn. En skemmtileg tilviljun.
Fyrsta previewið er komið upp á HM bloggið.

woensdag, juni 07, 2006

HM

57oghálfurtími...
HM bloggið er lifnað við!
Nennti ekki að horfa á Bubba til enda í gær.
Síðustu árin hef ég svona verið að vona að úr Framsóknarflokknum yrði einhvern tímann svona hægrimiðfjálsfélagshyggjuflokkur. Held að það sé vonlaust, þetta endar í öskustónni. Spurning samt hvað þeir sem eru á svipaðri línu og ég og eru þarna inni gera.
Vandamálið er auðvitað að það fer engin, eða nær engin í pólitík sem hefur ekki verið gegnsýrð af bröltinu frá ungliðahreyfingu og uppúr. Þess vegna er næsta vonlítið að allt í einu spretti upp svona vonarflokkur minn með góðu fólki á sömu línu, laust við fortíðardrauga. Just ain't gonna happen. Einu flokkarnir sem verða til alltíeinu verða til út af einhverjum hjartansmálum svo sem rasisma, umhverfismálum eða öðru (góðu eða slæmu) sem nógu margir verða svo hugfangnir af að úr verður fjöldahreyfing.
Við mjúka fólkið í hægrimiðfrjálsfélagsflokknum verðum seint svo æst.

maandag, juni 05, 2006

Barfly

Lag kvöldsins er Barfly.
Lalalla la la lalla!
Geysisætur sigur á Völsurum, 3 - 1. Eftir tvö töp hélt maður að þetta gæti orðið erfitt þó það sæist að liðið ætti miklu meira inni og það er að sýna sig.
Nú er bara að halda dampi!