Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, december 31, 2006

Fúff

Fúff og úff. Glaður að ég reyndi ekki við eftiréttinn í gær þegar ég kom heim, ég hefði dottið niður af þreytu. Tók aðeins lengur en ég bjóst við, of þykk skálin sem ég var að hita í yfir vatnsbaðinu (þarf að kaupa betri) en núna er desert kvöldsins kominn í kælinn og eldhúsið ilmar eins og súkkulaði fabrikka, ekki skrýtið.
Þori eiginlega ekki að blogga um fótbolta, þetta er of gott til að vera endast.
Nú er spurning um að leggja sig.

Labels:

vrijdag, december 29, 2006

Kaupþing

Og nú er ég semsagt að fara að vinna hjá Kaupþingi. Er reyndar búinn að vera að vinna hjá Kaupþingi banka hf. síðan í fyrra ef ég man rétt. Jújú, þetta er kannske svolítið skrýtið, en allar þessar nafnabreytingar eru skiljanlegar fyrir þá sem vilja. Og auglýsingabransamenn vita þetta örugglega betur en einhvern veginn held ég að kostnaðurinn við þessa breytingu sé ekkert ógurlegur, nokkrar heilsíðuauglýsingar, eitthvað í sjónvarpi, sem er hvort sem er bara ágætar auglýsingar á bankanum, og því ágætlega varið. En hvað veit ég, það er blessunarlega ekki mín deild.
Meira en nóg af vinnunni sjálfri, vinnufélagi minni H.Karl, var tekinn rækilega í gær á afmælinu, enginn vildi þýðast heimboð hans þegar hann um daginn var að reyna að fá vini sína í heimsókn, og á endanum var piltur orðinn verulega Grumpy McGrumpherson. Skýringin var auðvitað sú að frúin var búinn að skipuleggja óvænt afmælisteiti. Hann var ansi lengi að jafna sig eftir að hann kom heim til sín eftir smá skrepp með þeim fáu félögum sem höfðu viljað hitta hann og sá liðið. Hann fyrirgaf líka leiðindin fljótt!

donderdag, december 28, 2006

4-0 krikketblogg og 'lætur af störfum hjá KB banka'

Rétt í þessu var skott Englendinganna endanlega skorið og sigur í fjórða Testinu var Ástrala, með miklum yfirburðum (lota og 99 hlaup). Kom mér næstum á óvart að Shane Warne reyndi ekki að varpa frá báðum endum þarna undir lokin til að tryggja sér eins og eitt vikkett undir lokin, en Brett Lee hreinsaði. Það er með ólíkindum hvað Englendingarnir eru slakir, en staðreyndin er sú að Ástralar eru 'winnerar' en Englendingar ekki. Nú verður þó mikil endurnýjun í líði Ástrala og fróðlegt verður að sjá hvernig liðið verður í Asknakeppninni sumarið 2009. En fyrst ætla Ástralir að vinna fimmta testið í Sydney og hvítþvo þessa keppni.
Eins og þeir sem birtast hálfgrátandi í heilsíðutilkynningum í blöðunum í dag læt ég í dag af störfum hjá KB banka. Við erum bara ekki öll nógu mikilvæg til að það sé tilkynnt um hvert og eitt.

zondag, december 24, 2006

Gleðileg jól!

Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðarbúin...
Kraftmikils Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

zondag, december 17, 2006

Jólasveinn og hangikjöt.

Fyrst ætla ég að plögga Spur eins og í fyrra. Það er nefnilega svo jólalegt.
Spur jólastelpan
Er að horfa á Everton - Chelsea. Það er enn 0-0. Ætli það standi lengi. Svo er bara að reyna að skreyta aðeins.
Var að fá þær fréttir að 2/3 gesta á jóladag komi ekki vegna breytinga á dagskrá. Kemur í ljós hvað verður úr. Dregur aðeins úr viljanum við að redda jólatré. Eru þau ekki öll uppseld, anyway?
Að lokum, veit einhver lesandi um lógistík á því að koma hangikjöti til Bandaríkjanna? Fyrir jól? Svör á bjorn hjá undo púnktur com.

zaterdag, december 09, 2006

Þoggblurrð. Eður ei.

Hef ekki nennt að stinga niður stílvopni eða lemja á lyklaborð. Það er eiginlega gott enda helst að bloggviljinn verði til þegar ég er hvað pirraðastur yfir fréttum og ekkifréttum og ég er ekki viss um að það þjóni of miklum tilgangi að tjá mig um að fólk, nafngreint, sé fífl. Nema hvað.
Þori varla að skrifa neitt um boltann, í dag bíður bananahýði... Svo er ekki einu sinni hægt að gleðjast ótakmarkað því alltaf gnæfir Glazer skugginn yfir. pufthhh.
Fór í jólakaffi og afmælisveislu um síðustu helgi sem var hin besta skemmtun og í kvöld er vinnujólahlaðborð með deildinni og nýtilfærðum úr deildinni, það er búin að vera doltil fart á endurskipulagningu milli deilda. Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni. Það má því eins búast við að hægt verði að hitta mig í 'félagsheimilinu' mjög síðla kvölds.
Absolute Sandman kom í hús í vikunni. Jömmí. Fögur bók. Ég sé að Erlingur er ekki á ósvipuðum bókaslóðum, ég reyndar læt Terry aldrei bíða, og Neil smásögurnar og Hiaasen bíða kilju. Ég má bara ekki við að kaupa mikið í harðspjöldum, hef einfaldlega ekki pláss! (ekki spyrja hvar ég ætli að geyma fjögur bindin af Sandman... en ég mun á endanum geta losað mig við kiljurnar 11. Vill einhver? Gætir þurft að borga smá)
Fór í geymsluna áðan að ná í jólasveinana til að dreifa þeim um stofuna. Það er spurning hvort ég ætti að fara taka einn umgang í að fletta í gegnum gömlu boltablöðin mín. Veit það er svolítið trist að halda upp á á annað þúsund gamalla blaða, en ég hef ekki enn haft mig í að henda þeim. Ætli það verði fyrr en ég flyt næst. Svo eru bókakassar þarna sem ég indexaði rækilega þegar ég raðaði í þá fyrir 9 árum en skráin fór í diskakrassi fyrir margt löngu. Líklega ekki mikið merkilegt þar.
Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina er bent á séra Spooner